Alþjóðleg ráðstefna um öldrun á vegum SensAge var haldin í York í Bretlandi 23. júní 2014.

Meginþema ráðstefnunnar var virk félagsleg þátttaka aldraðra með skynfæraskerðingu.

Markmiðið með þessari ráðstefnu var að hafa áhrif á stefnumörkun varðandi bætta þjónustu við aldraða og auka samskipti sérfræðinga og starfsfólks á þessu sviði. Áherslan var lögð á hvernig auka megi samfélagslega þátttöku og sjálfstæði aldraðra í samfélaginu.

Efni sem voru til umfjöllunar á ráðstefnunni:

  • Skynfæraskerðing
  • Stefnumörkun
  • Nýungar og þróun í þjónustu við aldraða
  • Sjálfstæði í athöfnum daglegs lífs
  • Kostir aukinnar samvinnu og samskipta þeirra sem vinna með öldruðum.

Niðurstöður ráðstefnunnar má finna á heimasíðu Sensage