Þann 11. febrúar síðastliðinn bauð Miðstöðin upp á vinnusmiðju í
þreifibókagerð fyrir starfsfólk skóla og annarra stofnana sem koma að
þjónustu og kennslu blindra og sjónskertra nemenda.

Þar fengu þátttakendur að kynnast hugmyndum og aðferðum við gerð
þreifibóka, hvernig yfirfæra eigi raunverulegan hlut yfir í þreifimynd
og auk þess sem þeir fengu tækifæri til að spreyta sig á að útbúa eigin
þreifibók. Þátttakendur skiptust á hugmyndum og miðluðu af reynslu
sinni.

Sköpunarkrafturinn leyndi sér ekki og var einbeitingin í hámarki.
Afraksturinn var fjöldinn allur af nýjum þreifibókum sem koma til með að
nýtast blindum og sjónskertum nemendum.