Fulltrúar verkefnisins Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana heimsóttu Þjónustu- og þekkingarmiðstöð á dögunum og afhentu Huld Magnúsdóttur forstjóra og Halldóri Sævari Guðbergssyni, fagstjóra atvinnualdursteymis, hvatningargrip verkefnisins. Vinnumálastofnun stendur að verkefninu ásamt Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp en það er vinnumarkaðsaðgerð sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur. Fulltrúar Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana munu
heimsækja um 200 stofnanir ríkisins til að vekja athygli á verkefninu.

Myndin var tekin þegar Helga Pálína Sigurðardóttir og Aileen Soffía Svensdóttir, afhentu þeim Huld og Halldóri Sævari hvatningargripinn.