Norrænar sumarbúðir ungmenna í Finnlandi

Norrænar sumarbúðir fyrir blind og sjónskert ungmenni verða að þessu sinni haldnar í Finnlandi  dagana  26. til 31. júlí 2016. Bærinn heitir Keuruu og staðurinn Rantakartano Pöyhölä sem liggur norður frá Tampere við fallegt vatn. Netsiða staðarins er: http://www.rantakartanopoyhola.fi/frontpage/
 
Þema sumarbúðanna í ár er norrænar hefðir. Okkur langar að læra meira um hefðir hjá hvoru öðru.
 
Hvert land getur sent 5 þátttakendur á aldrinum 18 til 30 ára á sumarbúðirnar auk aðstoðarmanns. Þátttökugjald fyrir sumarbúðirnar er 250 evrur og er hluti af ferðakostnaði þátttakenda innifalinn í því.
 
Þátttakendur þurfa að skrá sig í ferðina fyrir 29. mars nk. Þetta er gert til þess að hægt sé að kaupa farmiða á eins hagstæðu verði og unnt er.
 

Skráning og nánari upplýsingar veitir Marjakaisa Matthiasson, alþjóðafulltrúi og ráðgjafi, hjá Blindrafélaginu, netfang: kaisa@blind.is.