Fræðsla fyrir aðstandendur blindra og lögblindra barna og ungmenna

Fjallað verður um umferli og athafnir daglegs lífs bæði með kynningum og verklegum æfingum.

  • Hvíti stafurinn og notkun hans.
  • Aðferðir sem hægt er að nota við leiðsögn.
  • Mikilvægi þess að átta sig í umhverfinu og læra að nýta kennileiti.
  • Aðferðir við ýmsar athafnir í daglegu lífi.
  • Mikilvægi skipulags.
  • Lýsing og litaval.
  • Merkingar

Fræðslan fer fram þriðjudaginn 17. febrúar kl. 16:00-18:30 í Hamrahlíð 17, 5.hæð.

Kennarar verða Guðbjörg Árnadóttir, Kristjana Ólafsdóttir, Rannveig Traustadóttir og Vala Jóna Garðarsdóttir.

Skráning fer fram hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545-5800 og stendur til 9.febrúar.

Ekkert þátttökugjald.