Fyrir notendur

Markmið Sjónstöðvarinnar eru að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þáttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Til að komast að sem notandi þjónustu hjá Sjónstöðinni þarf augnlæknir að vísa til okkar. Þú átt rétt á þjónustu ef sjónin þín er minni en 30% á betra auga (með gleraugum) eða með skert sjónsvið innan við 20 gráður.
Þegar augnlæknir hefur sent tilvísun á Sjónstöð fyrir inntökuteymi yfir tilvísunina. Tilvísunarteymið fer yfir tilvísunina og samþykkir þig í þjónustu. Þér er boðinn tími hjá sjónfræðing til að fara yfir þín mál.
Í fyrstu komu er farið yfir helstu hjálpartæki sem nýtast þér vegna sjónskerðingarinnar. Ef þarf að fara yfir félagsleg réttindi þá er þér gefin tími hjá félagsráðgjafa. Í boði er frekari þjónusta ef þurfa þykir svo sem kennsla á ákveðin hjálpartæki. Mikilvægt er að einstaklingur haldi áfram í þjónustu hjá sínum augnlækni þar sem hlutverk Sjónstöðvarinnar er hæfing og endurhæfing þeirra sem eru blindir eða sjónskertir. Öll læknismeðferð skal fara fram hjá meðhöndlandi augnlækni.
Sjáðu, finndu, nýttu! Ráðstefna og vinnustofa í október
Ráðstefnan og vinnustofan Sjáðu, finndu, nýttu! (See it, Find it, Use it) til að styðja við sjón hjá nemendum með viðbótarfatlanir verður haldin í húsi Blindrafélagsins á 2. hæð dagana 27. - 28. október 2023. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Blindrafélagsins,...
Efst í einkunnagjöf
Það er okkur hjá Sjónstöðinni mikil ánægja að greina frá niðurstöðum könnunar á þjónustu ríkisstofnana, því þar trónir Sjónstöðin efst í einkunnagjöf í ár. Í skýrslu Stjórnarráðsins segir um könnunina: „Fjölmargar stofnanir veita þjónustu hér á landi, margar stofnanir...
Styrkur til framhaldsnáms í augnlækningum erlendis eða vegna vísindarannsókna á því sviði
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minningarsjóðnum „Gefum blindum augum sjón“ á árinu 2023. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. október 2023. Markmið sjóðsins er að stuðla að framþróun og nýjungum í augnlækningum með því að veita læknum og...