Hjálpartæki

Sjónstöðin úthlutar hjálpartækjum til sinna notenda samkvæmt reglugerð nr. 233/2010. Sjónstöðin selur ekki hjálpartæki. Þau hjálpartæki sem ekki er úthlutað getur starfsfólk veitt upplýsingar um hvar fást. Ráðgjafar Sjónstöðvar sjá um kennslu og úthlutun á hjálpatækjum. Linkur á reglugerð

Dæmi hvernig hægt er að nota hjálpartæki

Lestur

Ef þú átt erfitt með lestur getur stækkun verið rétta lausnin fyrir þig. Meðal hjálpartækja sem gefa stækkun eru sterk lesgleraugu, stækkunargler, og stækkunartæki. Ef stækkun dugar ekki má nota upplestur í tölvum, símum, hljóðspilurum og jafnvel í sérstökum gleraugum. Hljóðbækur eru aðgengilegar m.a hjá Hljóðbókasafninu.

Símar

Ef þú átt snjallsíma þá er hægt að stilla hann þannig að auðveldara er að sjá á hann og finna táknin á símanum. Einnig er hægt að nota rödd sem leiðbeinir þér um í símanum. Einnig eru til einfaldir farsímar og heimasímar með fáum og stórum hnöppum.

Tölvur

Tölvur, snjallsímar og spjaldtölvur eru m.a. tæki með innbyggðar stillingar fyrir aukið aðgengi. Ef tækin eru rétt stillt getur upplifunin orðið betri við notkun þeirra. Yfirleitt snýst þetta um innbyggða tækni í m.a. Windows og Apple stýrikerfum. Þegar það dugar ekki eru til sértæk forrit sem gefa aðgengi að upplestri og stækkun. Tegund tölvuskjás getur einnig skipt máli þegar maður er sjónskertur.

Umferli

Ef erfiðleikar eru með að ferðast um þá er gott að hafa samband við umferlisráðgjafa. Til eru ýmis hjálpartæki, sem dæmi má nefna stuttan merkistaf, þreifistaf og jafnvel ýmisleg hjálparforrit í snjallsíma sem auðvelda að átta sig og finna rétta leið.

Stækkun

Stækkun getur verið nauðsynleg við lestur en einnig ef maður vill sjá myndir, verðmiða eða bara sjá hvaða strætó er að koma. Stækkun getur verið einföld og gjarnan í formi stækkunarglerja með eða án ljóss eða rafræn. Rafræn stækkun er oft í litlum skjáum með handfangi (hér koma snjallsímar og spjaldtölvur líka að góðu gagni). Fyrir einhverja eru stækkunartæki (CCTV) einnig góður möguleiki til stækkunar. Í almennum rýmum geta margir haft gott gagn af sjónaukum til að geta lesið á skilti eða texta sem er lengra i burtu.

Leiðsöguhundur

Leiðsöguhundur er hundur sem hefur það verkefni að leiðsaga einstaklingum með alvarlega sjónskerðingu um frjálst og óhindrað. Með einföldum skipunum getur leiðsöguhundur leiðsagt notandanum bæði inni og utandyra. Að ferðast af öryggi með leiðsöguhundi krefst samvinnu á milli notanda og leiðsöguhunds. Leiðsöguhundur er hjálpartæki sem er úthlutað af Sjónstöðinni. Á Íslandi eru flestir leiðsöguhundarnir af Labrador kyni og yfirleitt innfluttir frá Norðurlöndum.

Sjónvarp / vefvarp

Mörgum er það missir að geta ekki horft á sjónvarp. Í byrjun snýst það oft um að geta ekki lesið texta. Oft er hægt að færa sig nær sjónvarpsskjánum til að sjá betur. Til er tæki sem heitir Vefvarp en það les upp íslenskan textann. Sumum finnst betra að fá yfirlit með því að nota Ipad eða spjaldtölvu til áhorfs.

Að auðkenna sig

Hægt er að auðkenna sig með sjónskerðingu með því að nota barmmerki sem er mynd af manneskju með hvítan staf. Merkistafur gefur einnig til kynna að um sjónskerðingu er að ræða.

Hjálpartæki við heimlisstörf

Til að geta sinnt ákveðnum heimilisstörfum með sjónskerðingu þarf oft að tileinka sér nýjar leiðir til athafna og notkun ýmissa hjálpartækja. Það er hægt að fá t.d talandi vogir, tímaklukkur, sértæka hnífa og vökvaskynjara. Sjónskertum gagnast vel að nota góða lýsingu og litaandstæður. Ráðgjöf og kennslu er hægt að fá hjá ráðgjafa. Að sjálfsögðu þarf að taka viðmið að alvarleika sjónskerðingu hjá viðkomandi.

Heilsa

Varðandi hjálpartæki til að fylgjast með heilsunni eru til talandi hitamælar, blóðþrýstingsmælar eða blóðsykurmælar. Einhverjir gætu þurft að nota pilluöskjur með áþreifanlegum merkjum eða mismunandi hljóðgjafa í síma til að minna á að taka lyfin. Einnig er hægt að fá talandi baðvigt, sértækar naglafjalir og spegla með mikilli stækkun.

Klukkur

Armbandsúr og klukkur fást í ýmsum útgáfum; bæði með tali, stórri skífu með góðum litaandstæðum og jafnvel áþreifanlegar klukkur. Sumar klukkur geta notað titring til að segja tímann. Margir nota einnig símann sem klukku og til að minna sig á með hljóði.

Lýsing

Ljós og lýsing getur skipt höfuðmáli fyrir sjónskerta hversu vel þeir geta nýtt sínar sjónleifar. Litur á lýsingu, andstæður, ljósstyrkur og glampi/endurkast geta haft mikil áhrif á hvernig sjónin nýtist sem best. Led ljós gera góða lýsingu aðgengilegri , hægt að skipta um lit og ljósstyrk.

Algengar spurningar

Hvar geturðu fengið leiðbeiningar varðandi hjálpartæki og kennslu?

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Get ég fengið aðstoð í vinnunni minni?

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.