Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Ráðstefnan og vinnustofan Sjáðu, finndu, nýttu! (See it, Find it, Use it) til að styðja við sjón hjá nemendum með viðbótarfatlanir verður haldin í húsi Blindrafélagsins á 2. hæð dagana 27. – 28. október 2023. Nánar hér.
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minningarsjóðnum „Gefum blindum augum sjón“ á árinu 2023. Markmið sjóðsins er að stuðla að framþróun og nýjungum í augnlækningum með styrkveitingum til lækna og vísindamanna sem leita sér formlegs framhaldsnáms í augnlækningum erlendis eða leggja stund á vísindarannsóknir á því sviði. Nánari upplýsingar hér. Umsóknarfrestur framlengdur til 15. október 2023.
Algeng atriði
Endurgreiðslur gleraugna
Til að sækja um endurgreiðslu vegna gleraugna þarf að fylla út eyðublað á vefnum. Fylgja þarf afrit af augnvottorði og sundurliðaða kvittun frá gleraugnaverslun.
Bæklingar
Þjónusta
Markmið Sjónstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir eða sjónskertir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra.
Samþætt sjón- og heyrnarskerðing
Umferli
Heilatengd sjónskerðing - CVI
CVI er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Í flestum tilvikum gera börn með CVI sér ekki grein fyrir að sjónupplifun þeirra geti verið frábrugðin sjónupplifun annarra þar sem þau þekkja ekki annað.
nýjustu fréttir

Heilatengd sjónskerðing (CVI) – ný deild innan Blindrafélagsins
Heilatengd sjónskerðing, eða CVI (cortical/cerebral visual impairment), er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða...

Sumarlokun 2023
Sjónstöðin verður lokuð siðustu vikuna í júlí og fyrstu vikuna í ágúst, eða frá 22. júlí til og með 7. ágúst.

Norrænt samstarf – samþætt sjón- og heyrnarskerðing
Sjónstöðin hélt nýlega fund stjórnanda stofnana á Norðurlöndum sem sinna þjónustu við fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Fundurinn er...

Sjáðu, finndu, nýttu! Ráðstefna og vinnustofa í október
Ráðstefnan og vinnustofan Sjáðu, finndu, nýttu! (See it, Find it, Use it) til að styðja við sjón hjá nemendum með viðbótarfatlanir verður haldin í...

Efst í einkunnagjöf
Það er okkur hjá Sjónstöðinni mikil ánægja að greina frá niðurstöðum könnunar á þjónustu ríkisstofnana, því þar trónir Sjónstöðin efst í...
áhugavert efni

Alþjóðadagur punktaleturs 4. janúar
Þann 4. janúar 1809 fæddist Louis Braille í smábænum Coupvray í Frakklandi, um 40 km austur af París. Þegar Louis var þriggja ára missti hann sjón á öðru auganu þegar alur í aktygjasmiðju föður hans rakst í það. Sýking í skaddaða auganu barst yfir í hitt augað og hann...
Að lifa hversdagslífinu án sjónar
Blind og sjónskert börn og þeir sem missa sjón síðar meir á lífsleiðinni þurfa oft þjálfun í að tileinka sér athafnir daglegs lífs. Þó sjáandi fólk spái lítið í hversdagslegum verkum á borð við að þvo þvott, sópa gólf, hella í glas og elda mat getur verið mikil vinna...
Ábyrgð og sjálfstæði blindra og sjónskertra barna
Nauðsynlegt er að aðstandendur og þeir sem vinna með blindum og sjónskertum börnum leitist við að veita börnunum eins mikla þjálfun í að vera eins sjálfstæð og hægt er. Að taka ábyrgð er eitthvað sem öll börn þurfa að læra en flest þeirra gera það með því að sjá hvað...
Blindrabærinn Marburg
Í austanverðu Þýskalandi hefur hefur bær einn verið að þróa umhverfi og samfélag sem aðlagast að þörfum blindra og sjónskertra hraðar og betur en víðast hvar. Bærinn leggur metnað sinn í vera blindrabær – á þýsku Blindenstadt. Marburg er háskólabær í Þýskalandi, um...
Að mála sig án sjónar
Þó að sjón sé lítil eða engin er mikilvægt fyrir flesta að líta vel út og vera öruggir um útlit sitt. Einfaldast er að nota sjónina við hversdagslega hluti, á borð við að mála sig en þó er vel gerlegt að reiða sig á önnur skynfæri við það. Í þessari grein eru...
viðburðir
algengar spurningar
Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist
Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“
Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?
Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt að kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.
Geta fullorðnir fengið endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa?
Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:
- Eru augasteinalausir (aphaki)
- Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
- Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
- Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
- Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
- Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð.
Hvað á að gera við hjálpartæki ef þau eru ekki lengur í notkun?
Miðstöðin lánar öll hjálpartæki og óskar því eftir að þeim sé skilað ef þau nýtast ekki lengur.
um stofnunina
Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.