Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Málverkið á forsíðunni er eftir Rut Rebekku. Með því að smella á myndina má sjá fleiri myndir eftir hana.
Algeng atriði
Endurgreiðslur gleraugna
Til að sækja um endurgreiðslu vegna gleraugna þarf að fylla út eyðublað á vefnum. Fylgja þarf afrit af augnvottorði og sundurliðaða kvittun frá gleraugnaverslun.
Bæklingar
Þjónusta
Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir eða sjónskertir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra.
Samþætt sjón- og heyrnarskerðing
Umferli
Náms- og starfsráðgjöf
nýjustu fréttir

Styrkur vegna sjónörvunarpakka veittur
Sjónstöðin vinnur að innleiðingu Positive Looking, sem á íslensku gæti útlagst sem „jákvæð sjónörvun“ og á uppruna sinn hjá breska...

Alþjóðadagur leiðsöguhunda
Síðasti miðvikudagur í apríl ár hvert er Alþjóðadagur leiðsöguhunda. Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega...
Daniel Kish á Íslandi
Dagana 11. – 15. september 2022 verður Daniel Kish á Íslandi í boði Blindrafélagsins. Í tengslum við heimsókn hans verða kynningar og námskeið bæði...

Febrúar: Umsóknir fyrir úthlutun leiðsöguhunda 2022
Á hverju ári fer fram úthlutun leiðsöguhunda til einstaklinga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér hunda til aukins sjálfstæðis við...
Lokað til hádegis 7. febrúar
Vegna yfirvofandi óveðurs verður móttaka Sjónstöðvarinnar - þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar lokuð til kl. 13 mánudaginn 7. febrúar. Hægt verður að...
áhugavert efni
Ábyrgð og sjálfstæði blindra og sjónskertra barna
Nauðsynlegt er að aðstandendur og þeir sem vinna með blindum og sjónskertum börnum leitist við að veita börnunum eins mikla þjálfun í að vera eins sjálfstæð og hægt er. Að taka ábyrgð er eitthvað sem öll börn þurfa að læra en flest þeirra gera það með því að sjá hvað...
Blindrabærinn Marburg
Í austanverðu Þýskalandi hefur hefur bær einn verið að þróa umhverfi og samfélag sem aðlagast að þörfum blindra og sjónskertra hraðar og betur en víðast hvar. Bærinn leggur metnað sinn í vera blindrabær – á þýsku Blindenstadt. Marburg er háskólabær í Þýskalandi, um...
Að mála sig án sjónar
Þó að sjón sé lítil eða engin er mikilvægt fyrir flesta að líta vel út og vera öruggir um útlit sitt. Einfaldast er að nota sjónina við hversdagslega hluti, á borð við að mála sig en þó er vel gerlegt að reiða sig á önnur skynfæri við það. Í þessari grein eru...
„Ætti ég að fá mér leiðsöguhund, eða ekki?“
Ertu að velta fyrir þér að sækja um leiðsöguhund? Ertu forvitin/nn að vita hvað hundurinn getur gert fyrir þig? Carmen hefur notað leiðsöguhund í 8 ár og fer yfir hvað hafa ber í huga til að hundur geti nýst sem best. Áður en Carmen fékk leiðsöguhund þekkti hún ekkert...
Er öðruvísi að umgangast blinda?
Er öðruvísi að umgangast blinda? Að vera blindur felur óhjákvæmilega í sér ákveðnar hamlanir þegar kemur að samskiptum sem flestir eiga í án orða og nota því sjónina. Blindir eða verulega sjónskertir einstaklingar missa t.d. af látbragði, bendingum, svipbrigðum...
viðburðir
algengar spurningar
Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist
Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“
Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?
Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt að kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.
Geta fullorðnir fengið endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa?
Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:
- Eru augasteinalausir (aphaki)
- Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
- Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
- Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
- Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
- Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð.
Hvað á að gera við hjálpartæki ef þau eru ekki lengur í notkun?
Miðstöðin lánar öll hjálpartæki og óskar því eftir að þeim sé skilað ef þau nýtast ekki lengur.
um stofnunina
Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.