Umsókn um þátttöku ríkisins í kostnaði við gleraugu (opnast í nýjum glugga). Afrit af augnvottorði og kvittun frá gleraugnaverslun þarf að senda með tölvupósti á netfangið endurgreidslur@midstod.is . Einungis gler/linsur (ekki umgjarðir) falla undir greiðsluþátttöku ríkisins og því þarf kvittun að vera sundurliðuð (gler + umgjörð).

Umsækjandi ber ábyrgð á því að upplýsingar á umsóknareyðublaðinu séu réttar. Vegna mikils fjölda umsókna getur Miðstöðin ekki haft samband við umsækjendur ef upplýsingar eru rangar eða ófullnægjandi. Upplýsingar um upphæðir endurgreiðslna er að finna á vef Miðstöðvarinnar á www.midstod.is og í síma 545-5800.

 The applicant is responsible for ensuring that the information on the form is correct. Due to the large number of applications, Miðstöðin can not contact applicants if the information is incorrect or if the form is incomplete. Information on the amount of refunds can be found on Miðstöð’s website www.midstod.is and by phone 545-5800.
Please send the following attachments to endurgreidslur@midstod.is and include the applicant’s social security number:
1. Eye certificate
2. Receipt for the glasses
(the price for lenses and frames must be separated. Frames are not subsidized, only lenses).

Hverjir eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum?

Öll börn eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum að 18 ára aldri:

 • Börn frá 0 – 6 ára eiga rétt á endurgreiðslu tvisvar á ári
 • Börn frá 7 – 12 ára eiga rétt á endurgreiðslu árlega
 • Börn frá 13 – 17 ára eiga rétt á endurgreiðslu annað hvert ár

 

Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:

 • Eru augasteinalausir (aphaki)
 • Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
 • Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
 • Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
 • Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
 • Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð

Hámark greiðsluþátttöku er tilgreind hér fyrir neðan. Börn á aldrinum 0≥6 ára eiga rétt á hámarks greiðsluþátttöku (100%). Fyrir börn 7 ára og eldri og fullorðna getur greiðsluþátttaka stofnunarinnar aldrei orðið hærri en 50% af hámarki greiðsluþátttöku.

 

Upphæð endurgreiðslu miðast við styrk glerja. Ekki er greitt í glerjum <0,25

Sph./cyl. gler/plast (hert og glampafrítt) +/-

 • 0,25 – 4,0     cyl að 2,00  kr. 10.000 pr. gler
 • 4,25 – 6,0     cyl að 2,00  kr. 15.000 pr. gler
 • 6,25 og yfir   cyl að 2,00  kr. 20.000 pr. gler

Multifocal (+/–)

 • 0,00 – 4,00   með/án cyl. <4,00  kr. 26.000
 • ≥4,25   með/án cyl. <4,00  kr. 50.000

Sterk cylindergler (sjónskekkjugler)

 • Cyl. 2,25 og yfir    Til viðbótar kr. 1.500 á hvert gler

Prismagler   til viðbótar kr. 4.000 á hvert gler

Harðar linsur   Kr. 14.000 stk.

 

Hér má nálgast eyðublað fyrir gleraugnaendurgreiðslur á PDF-formi (opnast í nýjum glugga).