Markmið með umferliskennslu er stuðningur til sjálfstæðis og hvatning til virkni. 

Umferli snýst um að læra aðferðir og leiðir til að komast frá einum stað til annars innan dyra sem utan. Umferliskennsla nýtist þeim eru með litla eða enga sjón eða þeim sem eru með sjónúrvinnsluerfiðleika. Áttun í umferli er mikilvæg svo og kennileiti og skynjun á umhverfinu.  Mikilvægt er að styðja við uppgötvun, frumkvæði öryggi og sjálfstraust. 

Umferliskennarar á Miðstöð bjóða upp á:

 • Einstaklingsmiðaða umferliskennslu fyrir börn og fullorðna. 
 • Ráðgjöf um aðgengi á heimilum, skólum, vinnustöðum og stofnunum. 
 • Námskeið/fræðsla fyrir notendur, aðstandendur og fagfólk stofnana. 
 • Samstarf við ýmsa aðila og stofnanir. 

Hvað felst í umferliskennslu? 

 • Kennsla í að komast um á sjálfstæðan og öruggan hátt. 
 • Kennsla í notkun hvíta stafsins
 • Kennsla í áttun. 
 • Hlustun í umhverfinu. 
 • Gildi og merking á endurkasti hljóðs. 
 • Kennsla í notkun kennileita sem nýtast til að staðsetja sig í umhverfinu. 
 • Kennsla í notkun ýmissa hjálpartækja eins og t.d sjónauka, áttavita, snjallsíma og leiðsöguhunda. 

Hlutverk umferliskennara 

 • Leggja mat á þörf fyrir kennslu í samráði við notendur/aðstandendur. 
 • Einstaklingsmiðuð kennsla. 
 • Kennsla getur farið fram á heimili, skóla, vinnustað, stofnunum eða þar sem notendur óska eftir. 
 • Ráðgjöf og fræðsla. 
 • Samstarf við starfsfólk skóla og annarra stofnana. 
 • Ráðgjöf um aðgengismál á heimilum, skólum og stofnunum. 

Umferli með börnum 

Ef barn er verulega sjónskert eða blint er umferliskennari alltaf þátttakandi í teymi barnsins á Miðstöðinni. 


Börn 0-2 ára – snemmtæk íhlutun 

Umferli felst í ráðgjöf til foreldra og fjölskyldu hjá ungum börnum. Samstarf við foreldra hefst á fyrsta aldursári barns og felst í að vekja athygli á umhverfi og rými barnsins. Markmiðið er að byggja upp færni í áttun og umferli og auka með því sjálfstæði og virkni. Bæklingurinn Skref fyrir skref fjallar um umferli og sjálfstæði.

Börn í leikskóla

Aukin áhersla er á sjálfstæði og að komast leiðar sinnar innan skólans, á skólalóð og í nánasta umhverfi. Það veitir barninu frelsi til athafna og félagslegra samskipta. 

Áherslur í umferli: 

 • Efla rýmis- umhverfisvitund. 
 • Styrkja notkun skynfæra. 
 • Auka sjálfstæði og ábyrgð. 
 • Styrkja frumkvæði og virkni. 
 • Kenna notkun hvíta stafsins. 
 • Kynning á upphleyptum kortum mtt áttunar í umhverfinu. 
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni (sjá bæklinginn Umferli og leiðsögutækni með blindum börnum). 

Börn í grunnskóla 

Kennsla í nýjum leiðum og áhersla á frumkvæði við að komast á milli staða og að tileinka sér lausnamiðaða hugsun við áttun í umhverfinu.  

Áherslur í umferli: 

 • Efla rýmis- og umhverfisvitund. 
 • Nýta kennileiti til að staðsetja sig í umhverfinu. 
 • Nýta umhverfishljóð eins og umferðarhljóð til að átta sig á aðstæðum. 
 • Nýta endurkast hljóðs í umhverfinu. 
 • Efla vitund um hugarkort. 
 • Efla vitund um höfuðáttir. 
 • Styrkja frumkvæði og virkni. 
 • Kenna notkun hvíta stafsins, (sjá smáforritið O&M-teknik app). 
 • Kennsla annarra hjálpartækja. 
 • Kenna leiðir t.d. á milli heimilis og skóla. 
 • Auka vitund um umhverfi í kringum heimili með áherslu á sjálfstæði og frumkvæði. 
 • Notkun á upphleyptum kortum. 
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni(sjá bæklinginn Umferli og leiðsögutækni með blindum börnum). 

Framhalds- og háskóli 

Kennsla í tengslum við leiðir innan skóla og til og frá skóla. Einnig kennsla og ráðgjöf um aðrar leiðir sem notendur óska eftir. Hvatning við að tileinka sér lausnamiðaða hugsun við áttun í umhverfinu. 

Áherslur í umferli: 

 • Efla rýmis- umhverfisvitund. 
 • Nýta kennileiti til að staðsetja sig í umhverfinu. 
 • Nýta umhverfishljóð eins og umferðarhljóð til að átta sig á aðstæðum. 
 • Nýta endurkast hljóðs í umhverfinu. 
 • Efla vitund um hugarkort. 
 • Efla vitund um höfuðáttir. 
 • Kynning á ýmsum hjálpartækjum í umferli. 
 • Kenna notkun hvíta stafsins (sjá smáforritið O&M-teknik app). 
 • Notkun á upphleyptum kortum. 
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni (sjá einblöðung um leiðsögutækni ). 

Umferli með fullorðnum 

Kennsla í tengslum við þær leiðir sem notendur óska eftir. Átt er við leiðir innan vinnustaða, stofnana, milli staða utan dyra og aðra staði eftir því sem við á. Hvatning við að tileinka sér lausnamiðaða hugsun við áttun í umhverfinu. 

Áherslur í umferli: 

 • Efla rýmis- umhverfisvitund, á sérstaklega við um þá sem missa sjón síðar á ævinni. 
 • Nýta kennileiti til að staðsetja sig í umhverfinu. 
 • Nýta umhverfishljóð eins og umferðarhljóð til að átta sig á aðstæðum. 
 • Nýta endurkast hljóðs í umhverfinu. 
 • Efla vitund um hugarkort. 
 • Kynning á ýmsum hjálpartækjum í umferli.
 • Kenna notkun hvíta stafsins sjá t.d. smáforritið O&M-teknik app
 • Notkun á upphleyptum kortum. 
 • Kenna aðferðir sem tengjast leiðsögutækni, (einblöðungur um leiðsögutækni og smáforritið O&M teknik – ledsagerteknik-app ).