Á undanförnum árum hefur Sjónstöðin boðið upp á aðlögun námsefnis fyrir þá notendur sem stunda háskólanám, eftir þörfum og óskum hvers og eins.  

Með auknum tölvu- og tæknimöguleikum hefur sú þjónusta þróast og við viljum bjóða tilvonandi og núverandi háskólanemum til fundar áður en skólar hefja vetrarstarf að hausti. Þar verður hægt að fá upplýsingar um þjónustu Sjónstöðvarinnar, fræðslu um tölvu- og tæknimál, kynningu á hjálpartækjum og rafrænum lausnum sem geta nýst sjónskertum/ blindum nemendum í háskólanámi, sem og ýmis bjargráð og ráðleggingar fyrir þá sem vilja bjarga sér sjálfir eftir bestu getu.  

Kynningarfundurinn verður fimmtudaginn 18. ágúst kl. 14 til 16 á kaffistofu Sjónstöðvar á 5. hæð í Hamrahlíð 17.  

Nánari upplýsingar veitir María Hildiþórsdóttir;  maria.hildithorsdottir@midstod.is eða í síma 5455800.   

Við hvetjum alla notendur sem stefna á nám á háskólastigi eða símenntun fyrir fullorðna á næstunni að mæta.