Til eru þreifistafir með ljósi sem geta komið að góðu gagni í skammdeginu og Sjónstöðin sér um að úthluta slíkum stöfum.

Ljós fremst í stafnum lýsir upp gangveginn fyrir framan notandann og gerir hann að auki sýnilegri fyrir öðrum gangandi, hjólandi og akandi vegfarendum. Þreifistafurinn er samanbrjótanlegur og notast við USB-snúru til hleðslu svipað og símar, hátalarar og fleiri lítil raftæki.

Ef þú hefur áhuga á slíkum staf þá er hægt að panta tíma hjá umferlisráðgjafa í síma 5455800.

Við viljum líka benda á að lítil blikk-ljós er hægt að festa á venjulega stafi til að gera notandann sýnilegri. Þreifistafur með ljósi er mun þyngri en venjulegur þreifistafur og hentar því kannski síður til mikillar notkunar, en blikk-ljósin eru lítil og létt. Petmark selur t.a.m. Orbiloc-öryggisljós sem margir notendur leiðsöguhunda þekkja, og rafhlaðan í þeim endist von úr viti.

.

Þreifistafur með ljósi.