Málverk eftir Rut Rebekku

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð

fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Sjónstöðin, í samstarfi við Stuðningur til sjálfstæðis, sem er sjóður á vegum Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins, býður á haustmánuðum upp á nám í kennslu í áttun og umferli.  Nánar hér

Algeng atriði

Endurgreiðslur gleraugna

Til að sækja um endurgreiðslu vegna gleraugna þarf að fylla út eyðublað á vefnum. Fylgja þarf afrit af augnvottorði og sundurliðaða kvittun frá gleraugnaverslun.

Bæklingar

Hér má finna allskyns lesefni tengt sjónskerðingu og daglegt líf þeirra sem glíma við hana. Flesta þeirra má lesa beint af vefnum eða hlaða niður sem .pdf-skjali.

Þjónusta

Markmið Sjónstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir eða sjónskertir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra.

Samþætt sjón- og heyrnarskerðing

Áður kölluð daufblinda, er sértæk fötlun þegar skerðingin er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað.

Umferli

Umferli snýst um að læra aðferðir og leiðir til að komast frá einum stað til annars innan dyra sem utan. Umferliskennsla nýtist þeim eru með litla eða enga sjón eða þeim sem eru með sjónúrvinnsluerfiðleika.

Heilatengd sjónskerðing - CVI

CVI er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Í flestum tilvikum gera börn með CVI sér ekki grein fyrir að sjónupplifun þeirra geti verið frábrugðin sjónupplifun annarra þar sem þau þekkja ekki annað. 

nýjustu fréttir

Alþjóðlegur dagur leiðsöguhunda

Alþjóðlegur dagur leiðsöguhunda er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 24. apríl. Á síðastliðnum árum hefur leiðsöguhundum fjölgað jafnt og þétt...

áhugavert efni

Hugsaðu vel um augun og sjónina

Hugsaðu vel um augun og sjónina

Sjónin er eitt þriggja fjarskilningarvita okkar; hin eru heyrn og lyktarskyn. Fjarskilningarvitin eru forsenda þess að fólk nái áttum, þ.e. geti ratað um, öðlast yfirsýn yfir umhverfi sitt, og átt í samskiptum við annað fólk. Fólk hefur mis mikla sjón en ráðleggingar...

Varalestur – samþætt sjón- og heyrnarskerðing

Varalestur – samþætt sjón- og heyrnarskerðing

Samþætt sjón- og heyrnarskerðing (S.S.H.S.) er mjög víðtækt hugtak og orðið skerðing í þessu samhengi þýðir ekki endilega að einstaklingur hafi enga sjón eða enga heyrn, heldur að þessi skynfæri séu skert. Þessi samþætta skerðing er ekki bara eins og einni skerðingu...

Góður fundur – ráðleggingar

Góður fundur – ráðleggingar

Gott viðmót er mikilvægt fyrir einstakling með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu - og það er ekki erfitt að koma rétt fram, ef þú veist hvernig. Nýttu þér þessi einföldu ráð! 1. Skipulegðu rúman tíma fyrir fundinn. Einstaklingar með sjón- og heyrnarskerðingu geta...

Rut Rebekka

Rut Rebekka

Rut Rebekka Sigurjónsdóttir lauk myndlistarnámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982 og hefur rekið vinnustofu síðan. Rut Rebekka hefur haldið 16 einkasýningar heima og erlendis auk þess að hafa tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rut er félagi í Sambandi...

Umferlisþjálfun fyrir blinda og sjónskerta

Hreyfing og umhverfisvitund eru stór hluti af námi og þroska. Oft þurfa blindir og sjónskertir einstaklingar sérstaka hvatningu og stuðning til að kanna umhverfi sitt og efla umhverfisvitund. Umferli gerir blindum og sjónskertum kleift að staðsetja sig í umhverfinu og...

viðburðir

algengar spurningar

Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist

Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?

Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt að kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.

Reglugerð um úthlutun hjálpartækja á vegum Miðstöðvarinnar 

Geta fullorðnir fengið endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa?

Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:

  • Eru augasteinalausir (aphaki)
  • Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
  • Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
  • Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
  • Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
  • Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð.

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Hvað á að gera við hjálpartæki ef þau eru ekki lengur í notkun?

Miðstöðin lánar öll hjálpartæki og óskar því eftir að þeim sé skilað ef þau nýtast ekki lengur.

um stofnunina

Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.