Á Miðstöðinni starfa sérkennsluráðgjafar. Hægt er að hafa samband við sérkennsluráðgjafa í síma 545-5800 eða senda tölvupóst á eftirfarandi netföng:
Ásta Björnsdóttir – asta.bjornsdottir@midstod.is
María Hildiþórsdóttir – maria.hildithorsdottir@midstod.is
Rannveig Traustadóttir – rannveig.traustadottir@midstod.is
Nánar um:
Nám
Þjónusta fyrir fólk í námi felst í því að ráðgjafi Miðstöðvarinnar leggur í upphafi mat á stöðu nemandans með tilliti til aðgengis að námi og námsefni. Á grundvelli þessa mats er unnin þjónustuáætlun í samstarfi við nemandann og þá sem að þjónustunni koma. Meðal þeirrar þjónustu sem Miðstöðin veitir er:
- athugun og mat á sjónnýtingu nemandans
- fræðsla á sjónskerðingu og sjónnýtingu til starfsfólks skólans og samnemenda í samráði við nemandann
- mat á hjálpartækjaþörf
- mat á hentugri leturstærð og leturgerð
- innlögn punktaleturs og ráðgjöf til kennara og aðstandenda
- útvegun og milliganga námsgagna á aðgengilegu formi
- ráðgjöf og kennsla á hjálpartæki og forrit í tölvum í samvinnu við tölvuráðgjafa Miðstöðvarinnar
- ráðgjöf til kennara og nemenda um rafræna kennsluhætti
- fræðsla og aðstoð til nemandans til að styrkja og efla jákvæða sjálfsmynd
- aðstoð við námstækni í samvinnu við kennara eða námsráðgjafa ef þörf er á
Í flestum tilvikum vinnur sérfræðingur Miðstöðvarinnar náið með námsráðgjafa skólans. Nánar um sérkennsluráðgjöf á mismunandi skólastigum er að finna á undirsíðu.
Frístundirnar
Hugtökin jákvæð sjálfsmynd, valdefling, virkni og þátttaka eru höfð að leiðarljósi í þjónustu Miðstöðvarinnar. Stuðningur við frístundir er sniðinn að þörfum barns og fjölskyldu og tekur m.a. mið af aldri og sjónskerðingu. Lögð er áhersla á ráðgjöf, stuðning og samstarf við foreldra barnsins og þá sem hafa umsjón með frístundastarfi.
Í stuðningi við frístundir getur meðal annars falist:
- aðstoð við aðlögun á tómstundum
- fræðsla og stuðningur um sjónskerðingu og nýtingu sjónar
- fræðsla við þjálfara og umsjónaraðila frístunda
- ráðleggingar vegna ADL og umferlis
- ráðleggingar vegna aðgengismála
- aðstoð við pantanir á stækkuðu letri eða punktaletri ef við á
- mat á þörf fyrir lýsingu
- ráðgjöf um gagnleg hjálpartæki