Virkniráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi veitir notendum Miðstöðvarinnar ráðgjöf um náms- og starfsval, sí- og endurmenntun og leiðbeinir við gerð ferilskrár og kynningarbréfa. Ráðgjafinn aðstoðar notendur við að finna út styrkleika sína og setja sér markmið, og er í samstarfi við námsráðgjafa í skólum og aðra fagaðila hjá hinum ýmsu stofnunum eftir því sem við á. Notendum stendur auk þess til boða að taka áhugasviðskönnun hjá námsráðgjafa.
Notendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa Miðstöðvarinnar varðandi ráðgjöf og aðstoð við:
- Náms- og starfsval
- Sí- og endurmenntun
- Atvinnuleit
- Skólaumsóknir
- Markmiðasetningu
- Gerð ferilskrár/kynningarbréfa
- Kanna áhugasvið (t.d. með áhugasviðkönnun)
- Að finna styrkleika