Sjónstöðin, í samstarfi við Stuðningur til sjálfstæðis, sem er sjóður á vegum Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins, býður á haustmánuðum upp á nám í kennslu í áttun og umferli. Námið er á háskólastigi og er metið til 10 eininga á framhaldsstigi (diplóma). Námið er á ábyrgð danska háskólans Sydjyllands professionalhojskole, í samvinnu við IBOS, sem er dönsk endurhæfingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.
Forkröfur eru grunnnám á háskólastigi auk tveggja ára starfsreynslu í tengdu fagi. Athugið að námið fer fram á ensku en námsgögn verða á dönsku. Nemendur geta valið hvort þeir vilji skila verkefnum á dönsku eða ensku.
Námið er nemendum sem fá inngang þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða fjarnám með fjórum staðlotum sem fara fram í Hamrahlíð 17, fjórum sinnum yfir haustmánuðina og er skyldumæting í þær lotur.
- 4.-11. september
- 21.-25. október
- 18.-22. nóvember
- 9.-13. desember
Með umferli er átt við skilning einstaklings á umhverfi sínu. Í náminu er lögð áhersla á aðferðir og leiðir við að komast frá einum stað til annars, innandyra sem utan.
Í kennslu á áttun og umferli er kennd:
- Notkun hvíta stafsins
- Líkams-, rýmis- og umhverfisvitund
- Hugtakaþjálfun
- Rötun og áttun
- Minnisþjálfun
- Kortalestur
- Kennileiti
- Notkun staðsetningarforrita
- Leiðsögutækni
Umsækjendur senda póst á sjonstodin@sjonstodin.is fyrir 2. júní, á ensku, ásamt afriti af prófskírteini, ferilskrá og stutta greinagerð um ástæður fyrir áhuga á náminu. Eingöngu eru um 2 sæti að ræða og munu kennarar námsins fara yfir umsóknirnar og meta inn í námið.
Nánari upplýsingar
Instituttet for Blinde og Svagsynede (ibos.dk)
Sydjyllands professionalhojskole (nánari upplýsingar um námið)