Gleraugu og stækkunargler
Ljóssíugleraugum eða ljóssíuglerjum er úthlutað til notenda þar sem ljósfælni veldur röskun á daglegu lífi. Prófanir þurfa að sýna að ljóssía bæti sjóngetu eða líðan notenda. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða þegar breytingar verða á sjón og að undangengnu mati.
Úthlutað til barna 0-18 ára óháð styrk. Endurúthlutun er heimil þegar breytingar verða á sjón og að undangengnu mati. Úthlutað til fullorðinna þegar ljósbrotsgalli er meiri en +/- 10,00.D. Jafnframt er heimilt að úthluta göngugleraugum vegna gerviaugna þegar útlitsaðlögunar er þörf. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða þegar breytingar verða á sjón og að undangegnu mati.When you collapse an accordion item and save, it will automatically display collapsed in front end
Úthlutað til þeirra sem þurfa sundgleraugu með styrk > +6 og > -8 og sjónskekkju ≥ -2. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða að undangengnu mati.
Heimilt að úthluta í þeim tilvikum þegar aðstæður krefjast þess í sambandi við vinnu og skóla eða vegna athafna daglegs lífs. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða ef um breytingar á sjónlagi er að ræða sem nema ≥ ±0,75.D
Heimilt að úthluta til þeirra með ljósbrotsgalla sem nemur meira en +/- 10,00.D. Heimilt að úthluta til þeirra notenda sem ekki eru með augasteina og notenda með lausa augasteina, keiluglæru eða skylda sjúkdóma í glæru. Jafnframt er heimilt að úthluta ljóssíusnertilinsum til þeirra notenda sem upplifa verulega mikla ljósfælni sem raskar daglegu lífi. Lituðum snertilinsum er heimilt að úthluta til notenda með skert ljósop. Úthlutun snertilinsa fer að jafnaði fram einu sinni á ári.
Stækkunargler, lesgleraugu og glerjakerfi til stækkunar
Stækkunarglerjum er úthlutað til notenda sem þurfa stækkun til að geta sinnt athöfnum daglegs lífs. Lesgleraugum, kíkisgleraugum og ennislúpum er úthlutað til þeirra sem ekki geta lesið venjulegt bóka- og blaðaletur (10 punkta skrift í 25 sm fjarlægð) með hefðbundnum lesgleraugum eða sinnt athöfnum daglegs lífs. Úthlutun fer fram að undangengnu mati. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða ef breytingar verða á sjón.
Úthlutað til notenda sem þurfa að geta greint hluti í fjarlægð. Úthlutun fer fram að undangengnu mati. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða ef breytingar verða á sjón.
Glerjalausnir til að víkka út sjónsvið
Prisma gleraugu er úthlutað til notenda sem hafa misst helmings hluta sjónsviðs og geta nýtt sér prisma til auka sjálfstæði í umferli og daglegu lífi. Úthlutun fer fram að undangengnu mati. Endurúthlutun er heimil á þriggja ára fresti eða ef breytingar verða á sjón.
Stækkunartæki, CCVI
Stækkunartæki – staðbundin og færanleg
Tækinu er heimilt að úthluta til: a. fullorðinna sem sjá minna en 6/60 og/eða geta ekki lesið 32 punkta letur með bestu fáanlegum lesgleraugum og b. sjónskertra barna sem sjá minna en 6/48 og/eða þurfa á slíkri stækkun að halda til að geta stundað nám til jafns við jafnaldra sína, þjálfað samhæfingu handa og augna, sinnt heimavinnu og notið bókalesturs.
Stafir
Þreifistafir eru fyrir blinda einstaklinga og þá sem sjá mjög illa. Þreifistafir eru ætlaðir til að gefa upplýsingar um umhverfið og hindranir auk þess að vera auðkenni. Þessir stafir eru til í mismunandi lengdum og þyngd eftir þörfum hvers og eins. Hægt er að velja um mismunandi stafenda. Bæði til samanbrjótanlegir og útdraganlegir.
Merkistafir eru ætlaðir fyrir sjónskerta einstaklinga til að auðkenna sig og auka öryggi sitt í umhverfinu. Þeir eru samanbrjótanlegir og því auðvelt að geyma í veski eða vasa og taka fram þegar þörf er á.
Stuðningsstafir eru ætlaðir fyrir sjónskerta einstaklinga sem hafa skert jafnvægi og þurfa á stuðningi að halda. Hægt er að stilla lengd eftir hæð hvers og eins.
Hægt er að fá mismunandi enda á stafi.