Myndbönd – tækni

Hægt er að setja upp flýtileið til að svara símtölum og leggja á. Þá er farið í “forrit”, þaðan í “stillingar” og svo í “aðgengi”. Þar undir má finna “Samskipti og hreyfigeta” og þaðan í val fyrir flýtileiðina “símtölum svarað og lagt á.”

 

Að kveikja á TalkBack-skjálestri og setja upp flýtileið til að kveikja og slökkva á TalkBack. Til að kveikja á skjálestri í Android-tæki þarf að fara í „forrit“ og svo í „stillingar“, finna „aðgengi“ (frekar neðarlega) og velja þar TalkBack. Þá þarf að kveikja á TalkBack og þar þarf að velja að leyfa smáforritinu að hafa fulla stjórn á símanum. Svo er valið að kveikja á TalkBack. Það er mjög gott að setja upp flýtileiðir svo hægt sé að slökkva og kveikja hratt á skjálestri.

 

Þegar kveikt er á skjálestri þá breytist virkni símans, þannig að hann les upp þau atriði sem eru í fókus. Til þess að færa fókusinn til er hægt að snerta símann og draga fingurinn eftir skjánum.

 

Til að komast aftur á tilkynningaskjáinn, þar sem fram kemur hvort maður eigi skilaboð eða sjá aðrar tilkynningar sem síminn er að senda, þá er strokið með tveimur fingrum niður frá toppi skjásins.

 

 

Aðgengisstillingar í Windows 10 -stýrikerfinu.


 

Raddstillingar N.V.D.A. fyrir íslensku raddirnar Dóru og Karl


Stillingar í snjallsíma (Android-stýrikerfi). Leiðbeiningar fyrir símastillingar sem henta sjónskertum. Sýnt á Samsung Galaxy A52


iPad-stillingar: Nokkur algeng stillingaratriði sem geta nýst sjónskertum.