Endurgreiðslur gleraugna

Miðstöðin sér um endurgreiðslur ríkisins vegna gleraugnakaupa.* Til að sækja um endurgreiðslu þarf að fylla út eyðublað sem finna má hér. Með umsókninni þarf að fylgja afrit af augnvottorði og sundurliðuð kvittun frá gleraugnaverslun (gler + umgjörð) sem sendist á netfangið endurgreidslur@midstod.is.

*Einungis gler og linsur (ekki umgjarðir) falla undir greiðsluþátttöku ríkisins.

ATH. Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður Íslands”.

Skýringar á augnvottorði – leiðbeiningar vegna umsóknar

Hverjir eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum?

Öll börn eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum að 18 ára aldri.
 • Börn frá 0-6 ára eiga rétt á endurgreiðslu tvisvar á ári.
 • Börn frá 7-12 ára eiga rétt á endurgreiðslu árlega.
 • Börn frá 13-17 ára eiga rétt á endurgreiðslu annað hvert ár.

 

Fullorðnir einstaklingar eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum þriðja hvert ár, vegna eftirfarandi:
 • Eru augasteinalausir (aphaki).
 • Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni.
 • Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00.
 • Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00.
 • Eru með lausa augasteina (luxatio lentis).
 • Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert (að mati sérgreinalæknis í augnlækningum) vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð.

Hámark greiðsluþátttöku

Hér má sjá hámark greiðsluþáttöku á hvert gler sem ákvarðast m.a. af styrkleika (sph.) og sjónskekkju (cyl.). Börn á aldrinum 0-6 ára eiga rétt á hámarks greiðsluþátttöku. Fyrir börn 7 ára og eldri, og fullorðna getur greiðsluþátttaka stofnunarinnar aldrei orðið hærri en 50% af hámarki greiðsluþátttöku.

 • 0,25-4,00 sph. með cyl. að 2,00* – 10.000 kr. hvert gler.**
 • 4,25-6,00 sph. með cyl. að 2,00 – 15.000 kr. hvert gler.
 • 6,25 sph. og yfir með cyl. að 2,00 – 20.000 kr. hvert gler.

Margskipt gler (multifocal) +/–

 • 0,00-4,00 sph. með/án cyl. <4,00 – 26.000 kr. hvert gler.
 • 4,25 sph. og yfir með/án cyl. <4,00 – 50.000 kr. hvert gler.

Sterk cylindergler (sjónskekkjugler)

 • Cyl. 2,25 og yfir – 1.500 kr. til viðbótar á hvert gler.

Prismagler (gler vegna tvísýni) 4.000 kr. til viðbótar á hvert gler.

Harðar linsur 14.000 kr. stk.

 

*Sph. stendur fyrir styrkleika á gleri og cyl. stendur fyrir sjónskekkju.

**ATH. Einungis börn á aldrinum 0-6 ára eiga rétt á hámarks greiðsluþátttöku. Börn 7 ára og eldri, og fullorðnir fá einungis 50% af hámarks greiðsluþátttöku.