Efst í einkunnagjöf

Það er okkur hjá Sjónstöðinni mikil ánægja að greina frá niðurstöðum könnunar á þjónustu ríkisstofnana, því þar trónir Sjónstöðin efst í einkunnagjöf í ár. Í skýrslu Stjórnarráðsins segir um könnunina: „Fjölmargar stofnanir veita þjónustu hér á landi, margar stofnanir...

Lokað föstudaginn 26. maí

Lokað föstudaginn 26. maí

Sjónstöðin verður lokuð föstudaginn 26. maí vegna starfsdags. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið midstod@midstod.is og verður skilaboðum svarað eins fljótt og auðið er.

Afhending á leiðsöguhundavestum og samstarf við Hopp Reykjavík

Afhending á leiðsöguhundavestum og samstarf við Hopp Reykjavík

Í gær voru ný vesti fyrir leiðsöguhunda afhent á formlegri kynningu samstarfsverkefnis Hopp Reykjavíkur, Sjónstöðvarinnar og leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins. Nýju vestunum er ætlað að vekja athygli á hundunum og minna aðra vegfarendur á að ekki má trufla...

Tölvu- og tækniráðgjöf – opinn tími

Tölvu og tækniráðgjafi Sjónstöðvarinnar býður upp á opinn tíma fyrir notendur og aðstandendur þeirra. Hægt er að hitta ráðgjafa og fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist aðgengisstillingum í tölvum, spjaldtölvum og símum. Eins fá upplýsingar um nýjungar og skoða þá...

Afgreiðsla Sjónstöðvar á 2. hæð Hamrahlíðar 17

Vegna vatnsleka á 5. hæð hefur afgreiðsla Sjónstöðvar verið flutt tímabundið niður á 2. hæð, og er nú þar sem gengið er inn í matsal og samkomusal Blindrafélagsins; beint af augum þegar komið er upp stigann eða ut úr lyftunni, eða til hægri ef komið er inn í húsið...

Endurgreiðslur gleraugna – Bilun

Vegna bilunar í tengingu á milli Sjónstöðvarinnar og Fjársýslu ríkisins hafa notendur ekki fengið gler sem þeir hafa sótt um endurgreidd síðustu daga. Greiðslurnar munu berast þegar búið er að finna og laga villuna. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem skapast...

Nýútkomið kennsluhefti í notkun tölvulyklaborðs hjá HBS

Nýútkomið kennsluhefti í notkun tölvulyklaborðs hjá HBS

Á vef Hljóðbókasafnsins má finna nýútkomið kennslu- og æfingahefti í notkun á tölvulyklaborði fyrir blinda og sjónskerta, eftir Ágústu Eir Gunnarsdóttur. Bókin tekur tæpar 3 klukkustundir í upplestri og í lýsingu segir: „Æfingar í heftinu eru teknar úr verkefnaheftinu...

Umsóknir fyrir úthlutun leiðsöguhunda 2023

Á hverju ári fer fram úthlutun leiðsöguhunda til einstaklinga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér hunda til aukins sjálfstæðis við umferli. Þessi úthlutun er samkvæmt reglugerð um úthlutun hjálpartækja á vegum Sjónstöðvarinnar. Umsóknir fyrir 2023 skulu...

Hnappabox fyrir gangandi vegfarendur við umferðarljós

Starfsmenn Sjónstöðvar áttu nýverið fund með þremur starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Tilefni fundarins var að ræða virkni og samræmingu hnappaboxa á höfuðborgarsvæðinu. Hnappaboxin sem um ræðir eru blá, ferköntuð og u.þ.b. 20 cm löng. Hnappaboxin eiga að vera með...

Alþjóðadagur punktaleturs

Í dag, 4. janúar er alþjóðlegur dagur punktaleturs. Þann 4. janúar 1809 fæddist Louis Braille í smábænum Coupvray í Frakklandi. Þegar hann var þriggja ára missti hann sjón á öðru auganu þegar alur í aktygjasmiðju föður hans rakst í það. Sýking í skaddaða auganu barst...

Opnunartími yfir hátíðarnar

Hefðbundin opnunartími er yfir hátíðarnar. Símtími afgreiðslu er: 9-12 og 13-15 alla daga nema föstudaga en þá er opið 9-12

Jólakveðja

Sjónstöðin, þjónustu- og þekkingarmiðstöð óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farældar á árinu 2023.

Úthlutun úr Þórsteinssjóði

Fjórir námsstyrkir hafa verið veittir úr Þórsteinssjóði til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta er í ellefta skipti sem styrkjum er úthlutað úr sjóðnum og nemur upphæð styrkjanna samtals 2,8 milljónum króna. Megintilgangur Þórsteinssjóðs er að...

Kynning á leiðsagnarforritum

Sjónstöðin verður með kynningu á nokkrum leiðsagnar smáforritum sem geta komið að góðu gagni fyrir þá sem nýta sér snjalltæki í umferli eða hafa áhuga á því. Þau forrit sem fjallað verður um eru; Soundscape, Seeing Assistant Move og Clew. Soundscape og Clew eru...

Palli rannsakar heiminn – Nýtt kennsluefni

Palli rannsakar heiminn – Nýtt kennsluefni

Sjónstöðin hefur þýtt og staðfært námsefnið Palli rannsakar heiminn sem þróað er af tékkneska fyrirtækinu ZEMĚ, og er ætlað ungum börnum með sjónskerðingu, börnum með fleiri fatlanir, foreldrum þeirra og kennurum.  Sögunni Palli rannsakar heiminn er skipt í fjóra...

Sjáumst í skammdeginu – ljós á þreifistöfum

Til eru þreifistafir með ljósi sem geta komið að góðu gagni í skammdeginu og Sjónstöðin sér um að úthluta slíkum stöfum. Ljós fremst í stafnum lýsir upp gangveginn fyrir framan notandann og gerir hann að auki sýnilegri fyrir öðrum gangandi, hjólandi og akandi...

Veggspjöld afhent – „ástin er blind“

Á degi hvíta stafsins, 15. október síðastliðinn, afhentu eigendur hönnunarstúdíósins R57 Sjónstöðinni og Blindrafélaginu veggspjöld með áletruninni „ástin er blind“ sem m.a. er ætlað að vekja athygli á punktaletri og mikilvægi þess fyrir fólk með litla sem enga sjón....

Leiðsöguhundanámskeið 2022

Leiðsöguhundanámskeið 2022

Námskeið um leiðsöguhunda verður haldið dagana 7. til 10. nóvember frá klukkan 10:00 – 15:00 alla dagana. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að sækja um leiðsöguhund í nánustu framtíð og er forsenda þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund. Námskeiðið er...

Aðlögun að lífi með sjónskerðingu – námskeið

Sjónstöðin býður upp á námskeiðið „Aðlögun að lífi með sjónskerðingu“. Á námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að koma saman, kynnast öðru fólki sem er í svipuðum sporum, hlusta á aðra, og miðla eigin reynslu til annarra  sem eru að aðlagast sjónskerðingu. Kynning fer...

Dagur sjónhimnunnar 25. sept. 2022

Dagur sjónhimnunnar 25. sept. 2022

Síðasti sunnudagur í september ár hvert er Dagur sjónhimnunnar á heimsvísu (World Retina Day), og honum er ætlað að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi sjónhimnunnar og ýta undir leit að lækningu við ýmsum sjónhimnutengdum sjúkdómum, svo sem sjónukyrkingi / RP...

Daniel Kish – opinn fundur 11. sept.

Sunnudaginn 11. september kl. 11:00-12:30 verður fræðslufundur með Daniel Kish. Fundurinn verður haldinn í sal Blindrafélagsins á 2. hæð Hamrahlíð 17 og er öllum opinn en skráning er nauðsynleg. Daniel Kish er framkvæmdastjóri World Access for the Blind og missti sjón...

Háskólanemakynning 18. ágúst – upplýsingar og skjöl

Háskólanemakynning 18. ágúst – upplýsingar og skjöl

Fimmtudaginn 18. ágúst var haldin kynning fyrir tilvonandi og núverandi háskólanema á þjónustu Sjónstöðvar, ýmsum rafrænum lausnum og hjálpartækjum sem geta komið að góðum notum. Fundurinn var vel sóttur og við vonumst til kynningar sem þessi verði árviss viðburður...

Kynningarfundur fyrir háskólanema 18. ágúst

Kynningarfundur fyrir háskólanema 18. ágúst

Á undanförnum árum hefur Sjónstöðin boðið upp á aðlögun námsefnis fyrir þá notendur sem stunda háskólanám, eftir þörfum og óskum hvers og eins.   Með auknum tölvu- og tæknimöguleikum hefur sú þjónusta þróast og við viljum bjóða tilvonandi og núverandi háskólanemum til...

Sumarlokun 18. júlí – 1. ágúst

Lokað verður á Sjónstöðinni í 2 vikur í lok júlí, og munu gleraugnaendurgreiðslur, hjálpartækjaúthlutanir og ráðgjöf liggja niðri á þeim tíma. Opnað verður aftur þriðjudaginn eftir Verslunarmannahelgi; 2. ágúst kl. 9:00. Alltaf má senda tölvupóst á midstod@midstod.is...

Gjöf til Sjónstöðvarinnar

Gjöf til Sjónstöðvarinnar

Sjónstöðin fékk góða gjöf á dögunum þegar Hafdís Jónsdóttir gaf leiðsöguhund til minningar um mann hennar, Björgúlf Andersen, sem var sjónskertur og notandi Sjónstöðvarinnar. Hafdís óskaði þess að keyptur yrði gulur Labrador þar sem Björgúlfur hefði átt auðveldara með...

Alþjóðlegur dagur samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar

Alþjóðlegur dagur samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar

Í dag er alþjóðlegur dagur samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar haldin hátíðlegur í minningu frumkvöðulsins Helen Keller. "Daufblinda kallast það þegar samþætt sjón- og heyrnarskerðing er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp...