Upphleypt mynd - mismunandi mynstur tengt stærðfræðidæmi.

Aðlagað lesefni

 

Á útgáfusviði Miðstöðvarinnar er prentaður texti aðlagaður að þörfum blindra og sjónskertra. Aðlögun efnis er mismunandi eftir þörfum notenda og efninu sjálfu, en getur meðal annars falið í sér:

  • að setja upp bækur, leshefti eða stærðfræði með stækkuðu letri og velja auðlæsa leturgerð, yfirleitt Verdana eða Tahoma.
  • að gera námsefni aðgengilegt fyrir punktaletursskjái og skjálesara.
  • að prenta texta og bækur með punktaletri
  • að útbúa upphleyptar skýringamyndir fyrir þá sem treysta á þreifiskyn
  • að einfalda myndir og/eða draga úr áreitum í flóknum myndum

Á sviðinu starfa nokkrir sérfræðingar í gerð lesefnis en beiðnir um aðlögun lesefnis fara í gegnum skrifstofuna eða ráðgjafa Miðstöðvarinnar.