Hjálpartæki í víðri veröld

Ýmis hjálpartæki sem kunna að auðvelda blindum og sjónskertum lífið má finna hjá sérverslunum hér á landi eða á netinu. Þetta eru ekki hjálpartæki sem Miðstöðin úthlutar eða eru sérstaklega niðurgreidd af íslenska ríkinu, en gott að vita af engu að síður.


Dagatalsklukka frá Dintido sem hentar sjónskertum. Um er að ræða 7 tommu skjá sem sýnir vikudag, tíma og mánaðardag, og hægt er að stilla á ýmis tungumál, þar á meðal íslensku. Athugið að verð klukkunnar er í dönskum krónum (DKK).


Netverslunin Future Aids selur alls kyns varning fyrir blinda og sjónskerta, þar á meðal málband með götum/kósum á hverjum sentimeter, reglustikur og mæliskeiðar fyrir bakstur.