Fróðleikur og bæklingar

Hér má finna ýmis konar upplýsingar og fræðsluefni tengt þeim málefnum sem Sjónstöðin vinnur með. Allir undirflokkarnir eru aðgengilegir í fellilista leiðarkerfisins. 

Efnið flokkast á eftirfarandi hátt:

Bæklingar – hér má finna mikið af þeim bæklingum sem Sjónstöðin lét á sínum tíma prenta en verða framvegis eingöngu í rafrænu formi til lestrar í tölvu eða útprentunar í heimilisprentara.  

Fróðleikur og áhugavert – hér má finna ýmislegt nýtt efni varðandi athafnir daglegs lífs barna og fullorðinna, sem og fræðsluefni um ýmislegt tengt sjónskerðingum og samskiptum við blinda og sjónskerta.

Tæknimolar – ýmsar leiðbeiningar tengdar tölvumálum, símastillingum, notkun forrita og smáforrita.

Í undirflokki tæknimolanna eru nokkur leiðbeininga-myndbönd sem líka er að finna á YouTuber-rás Sjónstöðvarinnar. Á myndböndunum er m.a. sýnt hvernig breyta á stillingum í Windows-10 stýrikerfinu, símastillingum í Android-síma og stillingum í iPad til að henta sjónskertum.

Heilatengd sjónskerðing (C.V.I.)

Punktaletur – fróðleikur um punktaletur almennt og íslenska punktaletursstafrófið. 

Ýmislegt um leiðsöguhunda – fræðsla um leiðsöguhunda og upplýsingar um hverjum þeim nýtast. Á sömu síðu er flýtileið inn á umsókn um leiðsöguhund.