Miðstöðin er í samstarfi við önnur Evrópulönd og tekur þátt í sameiginlegum verkefnum. Eftirtalin verkefni standa enn yfir, en hér má lesa um eldri og yfirstaðin samstarfsverkefni.

VIVA (mars 2019 – ágúst 2021)

Verkefnið gengur út á að valdefla ungt, blint og sjónskert fólk á aldrinum 18-30 ára og veita þeim tækifæri til að efla leiðtogahæfileika, jákvæða sjálfsmynd og samvinnu. Þátttakendur fræðast um félagslega frumkvöðla (e. social entrepreneurship) og atvinnutækifæri tengd því að stofna eigið fyrirtæki.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð tekur þátt í verkefninu með 5 öðrum löndum; Grikklandi, Ítalíu, Belgíu, Rúmeníu og Búlgaríu. Miðstöðin hefur fengið til liðs við sig ungt og efnilegt fólk sem mun taka þátt í verkefninu bæði hér innanlands sem og erlendis. Með verkefninu á einnig að framleiða bók með aðferðum og hópeflisleikjum sem henta sérlega vel fyrir blint og sjónskert fólk. Efnið verður auk þess aðgengilegt á netinu þegar verkefninu lýkur.

Vefsíða VIVA (opnast í nýjum flipa)
Facebook-síða VIVA (opnast í nýjum flipa)

iExpress II (sept. 2018 – feb. 2021)

Samstarfsaðilar: Þjónustu- og þekkingarmiðstöð (IS), Budapest School for the Blind (HU), ASAPYM (ES).
Verkefnið er leitt af Visio í Hollandi.

Vefur iExpress (opnast í nýjum flipa)

The iExpress II project is the logical successor to the iExpress Myself project that ended on January 31, 2018. iExpress focuses on knowledge exchange with regard to the use of supporting IT tools. In iExpress Myself, a screening tool for the use of assistive technologies in blind and visually impaired children with multiple disabilities (MDVI) has been developed. In the current project, a complete toolkit is being developed for professionals who work with MDVI children to better map the skills of children and to help them develop further.