Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist

Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?

Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt að kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.

Reglugerð um úthlutun á hjálpartækjum á vegum Miðstöðvarinnar

Geta fullorðnir fengið endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa?

Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:

  • Eru augasteinalausir (aphaki)
  • Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
  • Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
  • Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
  • Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
  • Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Hvað á að gera við hjálpartæki ef þau eru ekki lengur í notkun?

Miðstöðin lánar öll hjálpartæki og óskar því eftir að þeim sé skilað ef þau nýtast ekki lengur.

Eru Miðstöðin og Blindrafélagið sama stofnunin?

Nei. Miðstöðin er ríkisstofnun sem heyrir undir Félagsmálaráðuneytið. Blindrafélagið eru mannréttindasamtök sem berjast fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
Vefur Blindrafélagsins

Þarf að greiða fyrir þjónustu Miðstöðvarinnar?

Þjónustan er notendum að kostnaðarlausu, sem og þau hjálpartæki sem úthlutað er til notenda. Ýmsar reglur gilda þó um úthlutanir.

Úthlutið þið hljóðbókum?

Nei. Miðstöðin úthlutar ekki hljóðbókum til notenda sinna. Hjá Hljóðbókasafni Íslands er hægt að fá lánaðar hljóðbækur.

Vefur Hljóðbókasafns Íslands

Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist

Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?

Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt  kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.

Reglugerð um úthlutun á hjálpartækjum á vegum Miðstöðvarinnar