Félagsráðgjöf

Á Sjónstöðinni er starfandi félagsráðgjafi sem notendur Sjónstöðvarinnar og aðstandendur þeirra geta leitað til sér að kostnaðarlausu. Tímapantanir eða samband við félagsráðgjafann fer fram með því að hringja í síma 545-5800.

Félagsráðgjafi starfar eftir siðareglum félagsráðgjafa þar sem „markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti.”

Einstaklingar búa við misjafnar félagslegar aðstæður og getur félagsleg staða fólks breyst á skömmum tíma. Félagsleg staða getur tengst atvinnu, menntun, búsetu, fjármálum, samskiptum, fjölskyldu, og fleira.

Hvað gerir félagsráðgjafi?

  • Metur félagslega stöðu með tilliti til samfélagslegra úrræða.
  • Veitir stuðning og ráðgjöf vegna félagslegra aðstæðna
  • Veitir upplýsingar um samfélagsleg úrræði og aðstoðar við umsóknarferli sé þess óskað.
  • Er tengiliður við ýmsar stofnanir (t.d. félagsþjónustur sveitarfélaga, Tryggingastofnun ríkisins, einkaaðila o.fl).

Dæmi um samfélagsleg úrræði sem félagsráðgjafar veita upplýsingar um:

  • Veikindaréttindi í starfi, örorkulífeyrir, umönnunargreiðslur, foreldragreiðslur, lækkun á tekjuskatti, styrkir.
  • Heimaþjónusta, liðveisla, N.P.A., stuðningsfjölskyldur, ferðakostnaður, akstursþjónusta, beiðni um forgang á leikskóla.
  • Búseta, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili, hvíldarinnlagnir, félagsstarf, dagvistun.

Samstarf félagsráðgjafa og notenda Sjónstöðvarinnar og/eða aðstandenda þeirra fara meðal annars fram:

  • Í einstaklings, para eða fjölskylduviðtölum
  • Vitjunum
  • Í gegnum síma/tölvupóst
  • Á teymisfundum