Á vef Hljóðbókasafnsins má finna nýútkomið kennslu- og æfingahefti í notkun á tölvulyklaborði fyrir blinda og sjónskerta, eftir Ágústu Eir Gunnarsdóttur. Bókin tekur tæpar 3 klukkustundir í upplestri og í lýsingu segir: „Æfingar í heftinu eru teknar úr verkefnaheftinu Ritþjálfa eftir Elínu Jóhannsdóttur, Höllu Gísladóttur, Helgu Stefánsdóttur og Sólveigu Friðriksdóttur sem út kom hjá Námsgagnastofnun 1996.“

Hljóðbókina má finna hér: https://hbs.is/Hljodbokaleit?tegLeitar=1&ord=Lyklabor%C3%B0