Á hverju ári fer fram úthlutun leiðsöguhunda til einstaklinga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér hunda til aukins sjálfstæðis við umferli. Þessi úthlutun er samkvæmt reglugerð um úthlutun hjálpartækja á vegum Sjónstöðvarinnar.
Umsóknir fyrir 2023 skulu berast Sjónstöðinni – þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir 1. febrúar.
Hverri úthlutun er fylgt eftir með þjálfun hjá leiðsöguhundaþjálfurum og umferliskennurum. Úthlutuninni fylgir mat á aðstæðum einstaklings og mat á pörun einstaklings og leiðsöguhunds. Við mat er t.d. tekið tillit til aðstæðna til hundahalds, getu notanda í umferli og hæfni til að stýra hundi.
Sé óskað eftir frekari upplýsingum eða aðstoð við umsókn má hafa samband við Sjónstöðina í síma 545-5800 eða með tölvupósti á midstod@midstod.is.
Umsóknareyðublað og nánar um kröfur til umsækjenda hér.
Ýmislegt um leiðsöguhunda hér.
Reglugerð nr. 233/2010 um úthlutun hjálpartækja á vegum Sjónstöðvarinnar.