Sjónstöðin hélt nýlega fund stjórnanda stofnana á Norðurlöndum sem sinna þjónustu við fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Fundurinn er haldin í samstarfi við Norrænu velferðarskrifstofuna NVC, er til skiptis á Norðurlöndunum og kallað „Leaders forum“. Þarna eru rædd sameiginleg markmið í þjálfun starfsmanna, fræðslu til samfélagsins og ráðamanna. Mikilvægt skref núna er sameiginlegt norrænt starfrænt greiningartæki sem byggir á norrænu skilgreiningunni á samþættri sjón- og heyrnarskerðingu*. Öll Norðurlöndin taka þátt í þessu og erum við spennt að sjá lokaútkomuna sem er væntanleg á næsta ári. Júlíus Birgir Jóhannsson heillaði gestina með kynningu á listaverkinu/kennslutækinu Hendur. Okkar erlendu gestir voru ánægðir með fundinn og dvölina á Íslandi.

 

* Samþætt sjón- og heyrnarskerðing kallast það þegar bæði sjón- og heyrnarskerðing er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað. Þess vegna er samþætt sjón- og heyrnarskerðing sértæk fötlun.

 

Mynd: Júlíus Birgir Jóhannsson segir frá eigin listsköpun og því hvernig list spilar inn í virkni hugans.