Það er okkur hjá Sjónstöðinni mikil ánægja að greina frá niðurstöðum könnunar á þjónustu ríkisstofnana, því þar trónir Sjónstöðin efst í einkunnagjöf í ár.
Í skýrslu Stjórnarráðsins segir um könnunina:
„Fjölmargar stofnanir veita þjónustu hér á landi, margar stofnanir þjónusta almenning en aðrar þjónusta fyrirtæki í meira mæli og enn aðrar veita innri þjónustu við stofnanir. Könnunin felst í því að almenningur er beðinn um að meta þjónustu ákveðinna ríkisstofnana. […] Spurt er um heildaránægju, viðmót, hraða og áreiðanleika. Þá er spurt um með hvaða hætti viðkomandi hefur nálgast þjónustuna og með hvaða hætti viðkomandi myndi helst kjósa að nálgast þjónustuna.“
Þetta er í þriðja skipti sem þessi könnun er gerð og í fyrsta skipti sem Sjónstöðin – þjónustu- og þekkingarmiðstöð tekur þátt.
Einkunnagjöf Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar (Sjónstöðvarinnar) 2023:
Ánægja með þjónustu: 4,8 (meðaltal allra stofnana 4,0)
Áreiðanleiki upplýsinga: 4,7 (meðaltal allra stofnana 4,2)
Hraði þjónustu: 4,3 (meðaltal allra stofnana 3,7)
Reynsla af viðmót: 4,8 (meðaltal allra stofnana 4,1)
Einkunn á bilinu 3,71 – 4,2 þýðir tækifæri til nokkurra úrbóta en einkunn 4,21 – 5,0 sýnir styrkleikabil. Allar einkunnir Sjónstöðvarinnar falla innan ramma þess síðarnefnda sem gleður okkur mjög.
Alls var spurt um 134 stofnanir og þátttakaendur voru 4904 af landinu öllu, 18 ára og eldri. 155 notendur Sjónstöðvarinnar voru þar á meðal.
Skoða má niðurstöður könnunarinnar á vef stjórnarráðsins.