Nú er Google búið að virkja íslensku röddina Önnu í Google talgervilsþjónustunni í TalkBack í Android. Google talgervilsþjónustan er sjálfkrafa uppsett í flestum Android símum og því þarf ekki að hlaða sér forriti inn til að fá skjálestur á íslensku. Einn af kostum þess að nota talgervilsþjónustu Google er að þá skiptir hún sjálfkrafa um tungumál ef farið er á erlenda heimasíðu.
Þetta virðist ekki komið í alla síma eins og er, og ekki er víst að þetta komi í eldri síma.
Til að kanna hvort Anna sé komin í símann þá er farið í Stillingar, svo í
– Aðgengi
– TalkBack
– Stillingar
– Stillingar talgervils
– Valið kerfi,
þar er valin Talþjónusta Google, svo er bakkað út úr því vali,
farið í Tungumál og þar athugað hvort íslenska sé valmöguleiki.