Ráðstefnan og vinnustofan Sjáðu, finndu, nýttu! (See it, Find it, Use it) til að styðja við sjón hjá nemendum með viðbótarfatlanir verður haldin í húsi Blindrafélagsins á 2. hæð dagana 27. – 28. október 2023.
Ráðstefnan er samstarfsverkefni Blindrafélagsins, Sjónstöðvarinnar og Positive eye UK. Dagskrána má sjá hér. 

Fyrir hverja er ráðstefnan? Alla! Alla þá sem hafa áhuga á sjón og sjónúrvinnslu, svo sem foreldra, sérkennara, þroskaþjálfa o.fl. fagaðila sem hafa áhuga á að vita meira um mikilvægi sjónar og sjónúrvinnslu.

Ekki er gerð krafa um þekkingu á sjón eða sjónúrvinnslu. Athugið að tungumál ráðstefnunnar er enska.

Sjónrænum þáttum er ekki alltaf veitt nægjanleg athygli hjá fötluðum börnum. Á þessari ráðstefnu verða kynntar aðferðir sem eru sérstaklega hannaðar til að mæta þörfum barna með sjónskerðingu auk annarra fatlana. Þessar aðferðir eru einfaldar og aðgengilegar, og nýtast fólki sem vinnur með börnum sem eru með samsetta fötlun þar sem vantar oft upp á sjón og sjónúrvinnslu. Ráðstefnan og vinnusmiðjurnar verða þátttakendum hvatning til að finna sínar eigin leiðir og þróa aðferðir sem henta við mismunandi aðstæður. Þessar aðferðir má jafnframt nota til að fylgjast með framvindu sjónþroska barnanna.

Fæstir gera sér grein fyrir að við notum sjónina mest af öllum okkar skynfærum en 70 – 80 % skynjunar fer fram í gegnum sjónina. Það er því mikilvægt að vita hvort og hvernig börn með sérþarfir eru að nota sjónina og hvernig er hægt að ná fram meiri virkni og þátttöku í leik og námi.

Verð á ráðstefnuna er 200 pund eða rúmlega 35.000 isk (miðað við gengi dagsins í dag). Athugið að ekki verður óskað eftir greiðslu fyrr en nær dregur en mikilvægt er að vita þátttökufjölda og skráning því nauðsynleg. Einnig minnum við á að stéttarfélög styrkja fagtengd námskeið.

Skráning fer fram í gegnum í gegnum netfangið midstod@midstod.is og eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Vinnustaður
  • Starfsheiti / faggrein
  • Sími og netfang

Ráðstefnuupplýsingar og dagskrá (PDF).