Tölvu og tækniráðgjafi Sjónstöðvarinnar býður upp á opinn tíma fyrir notendur og aðstandendur þeirra.
Hægt er að hitta ráðgjafa og fá upplýsingar um ýmislegt sem tengist aðgengisstillingum í tölvum, spjaldtölvum og símum. Eins fá upplýsingar um nýjungar og skoða þá möguleika sem tæknin býður upp á.
Ekki þarf að panta sérstaklega í þessa tíma, en hægt er að mæta á milli kl. 13 og 14:30 á eftirfarandi dagsetningum.
Miðvikudaginn 10. maí
Miðvikudaginn 17. maí
Fimmtudaginn 25. maí
Miðvikudaginn 31. maí