Heilatengd sjónskerðing, eða CVI (cortical/cerebral visual impairment), er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Vegna þessara úrvinnsluerfiðleika er flóknara að sjá heiminn og túlka hann eins og aðrir fullsjáandi gera.

Nýlega var stofnuð deild innan Blindrafélagsins með það að markmiði að ná til einstaklinga og aðstandanda þeirra sem eru með CVI, skapa tengslanet og efla þekkingu á CVI úti í samfélaginu.

CVI deild Blindrafélagsins mun í samstarfi við Sjónstöðina bjóða í spjall þar sem farið verður t.d. yfir þjónustu, tölfræði og starfsemi deildarinnar.

Spjallið verður haldið þriðjudaginn 19. september kl. 15:30 í sal Blindrafélagsins 2. hæð, Hamrahlíð 17.

Hægt er að hafa samband við Sjónstöðina á netfangið midstod@midstod.is eða í síma 545-5800 ef óskað er eftir frekari upplýsingum, eins ef áhugi er fyrir að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað