Kennarar og starfsfólk skólastofnana

Starfsfólk skólastofnana getur leitað til Sjónstöðvarinnar vegna sjónskertra/blindra nemenda. Hægt er að fá ráðgjöf, námskeið og fræðslu eftir þörfum, en ávallt í samráði við nemandann/forráðamenn sé um einstaklingstengda fræðslu að ræða. Geti nemandi ekki nýtt sér útgefið námsefni er hægt að fá efnið aðlagað að þörfum nemandans, t.a.m. á punktaletri eða með stækkuðu prentletri. Góð samvinna milli skóla og Sjónstöðvar er mikilvæg, en notendur á háskólastigi bera sjálfir ábyrgð á að koma námsefni til framleiðsludeildar Sjónstöðvar.

Jafnframt er hægt að fá úttektir á skólaumhverfi þar sem ráðgjafar Sjónstöðvar ráðleggja varðandi merkingar, birtu og skipulag inni í stofum. Auk þess veita ráðgjafar Sjónstöðvar ráðleggingar varðandi sjónhjálpartæki sem skólinn gæti keypt og notendur geta fengið þjálfun í umferli við nýjar skólaaðstæður.

 

Vinnustaðir

Vinnustaðir geta fengið fræðslu frá Sjónstöðinni vegna sjónskerts/blinds starfsmanns, en slík fræðsla skal ávallt vera í samráði við þann starfsmann. Vinnustaðir geta jafnframt fengið ráðleggingar Sjónstöðvar varðandi  merkingar, birtu og vinnuaðstöðu sjónskerts/blinds starfsmanns. Auk þess veita ráðgjafar Sjónstöðvar ráðleggingar varðandi sjónhjálpartæki sem vinnustaðir gætu keypt.

 

Starfsfólk félagsþjónustu

Ráðgjafar Sjónstöðvar eru gjarnan í samstarfi við félagsþjónustu að ósk notandans og félagsþjónusta getur leitað eftir ráðgjöf og upplýsingum vegna blindra/sjónskertra einstaklinga í þeirra þjónustu. Sjónskerðing getur haft áhrif á allar athafnir daglegs lífs og því er mikilvægt að samstarf Sjónstöðvar og félagsþjónustu sé reglulegt vegna sameiginlegra skjólstæðinga.  Starfsfólk félagsþjónustu og aðstoðarfólk/ liðveitendur sjónskertra/blindra geta fengið ráðgjöf og fræðslu um daglega umgengni við einstaklinginn, sem og ráðleggingar vegna umhverfis og skipulags á heimili viðkomandi.

 

Starfsfólk sjúkra- og endurhæfingarstofnana

Þegar notandi Sjónstöðvar er á sjúkrastofnun er starfsfólk hvatt til að hafa samband við Sjónstöðina og fá ráðleggingar og fræðslu í samráði við sjúklinginn. Fræðslan byggist á góðum ráðum um daglega umgengni við einstaklinginn og ráðleggingum vegna umhverfis hans á sjúkrahúsinu. Notendur geta fengið umferlisráðgjöf vegna nýrra aðstæðna/ nýs umhverfis.

 

Starfsfólk búsetukjarna/ þjónustuíbúða

Starfsfólk búsetukjarna/ þjónustuíbúða er hvatt til að hafa samband við Sjónstöðina og fá fræðslu og ráðgjöf varðandi blinda/sjónskerta íbúa. Fræðslan byggist á góðum ráðum um daglega umgengni við einstaklinginn, ráðleggingum vegna umhverfis og skipulags á heimili viðkomandi. Starfsfólk er einnig hvatt til þess að vera í reglulegu sambandi við Sjónstöðina vegna sjónhjálpartækja og annarrar þjónustu Sjónstöðvar.

 

Starfsfólk ráðningarstofa

Ráðgjafar Sjónstöðvar geta að beiðni notanda haft samband við ráðningarstofur og tekið þátt í umsóknarferli vegna nýrra starfa notanda. Ráðningarstofur geta leitað til Sjónstöðvar og fengið ráðleggingar varðandi vinnuaðstæður sjónskertra/blindra einstaklinga.

Hjá Sjónstöðinni starfa ýmsar sérhæfðar fagstéttir sem veita ráðgjöf til fagfólks vegna sjónskerðingar, blindu eða samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar. Við aðstoðum fagfólk við að finna lausnir s.s. aðlögun á efni, aðlögun á tölvum, aðstoð við val á hentugum hjálpartækjum. Við förum í heimsóknir út í skóla og stofnanir til að sinna fræðslu og fyrirlestrum. Okkur er annt að vera þekkingarstofnun og miðla til fagfólks fróðleiks sem gerir starf þeirra árangursríkara.

Fyrir notendur

Fyrir fagfólk

Gleraugnaendurgreiðslur

Hjálpartæki

Leiðsöguhundar

Útgáfa

Umsóknir fyrir úthlutun leiðsöguhunda 2023

Á hverju ári fer fram úthlutun leiðsöguhunda til einstaklinga sem taldir eru, að undangengnu mati, geta nýtt sér hunda til aukins sjálfstæðis við umferli. Þessi úthlutun er samkvæmt reglugerð um úthlutun hjálpartækja á vegum Sjónstöðvarinnar. Umsóknir fyrir 2023 skulu...

Hnappabox fyrir gangandi vegfarendur við umferðarljós

Starfsmenn Sjónstöðvar áttu nýverið fund með þremur starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Tilefni fundarins var að ræða virkni og samræmingu hnappaboxa á höfuðborgarsvæðinu. Hnappaboxin sem um ræðir eru blá, ferköntuð og u.þ.b. 20 cm löng. Hnappaboxin eiga að vera með...

Alþjóðadagur punktaleturs

Í dag, 4. janúar er alþjóðlegur dagur punktaleturs. Þann 4. janúar 1809 fæddist Louis Braille í smábænum Coupvray í Frakklandi. Þegar hann var þriggja ára missti hann sjón á öðru auganu þegar alur í aktygjasmiðju föður hans rakst í það. Sýking í skaddaða auganu barst...

Sjónstöð vinnur með einstaklingum sem þurfa aðstoð vegna sjónskerðingar af einhverjum ástæðum