Ráðgjöf
Starfar þú á menntastofnun eða frístundaúrræði?
Vinnur þú með barni eða eldri einstaklingi í námi? Þá getur þú fengið samband við ráðgjafa frá Sjónstöðinni hér (netfang Sjónstöðin). Öll börn og námsmenn eru með ráðgjafa hjá Sjónstöðinni sem veita ráðgjöf beint til skóla varðandi sjónskerðingu viðkomandi og þau hjálpartæki sem standa til boða. Börn og námsmenn geta fengið ýmiskonar hjálpartæki sem nýtast í námi svo sem forrit í tölvu, talgervil, aðlagað námsefni, gleraugu, stækkunargler og hvíta stafi. Ráðgjafar í umferli geta gert athugun á aðgengi og komið með tillögur að úrbótum sé þess óskað. Sjónstöðin býður upp á kennslu í jákvæðri sjónörvun sem stuðlar að aukinni færni í sjónrænni skynjun barna alvarlega sjónskerðingu eða með heilatengda sjónskerðingu (CVI).
Starfar þú með fólki á atvinnualdri?
Vinnur þú með einstaklingi á aldrinum 18-67 ára? Sjónstöðin veitir ráðgjöf til vinnustaða, búsetukjarna, félagsþjónustu og annara sem koma að þjónustu við sjónskerta og blinda einstaklinga. Öll ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og í samráði við einstaklinginn. Ráðgjafar frá Sjónstöðinni geta heimsótt vinnustaði og heimili og lagt mat á aðstæður og aðgengi og komið með tillögur að úrbótum miðað við þarfir hvers og eins. Ráðgjafar veita margvísleg ráð til einstaklinga til að auka sjálfstæði þeirra í athöfnum daglegs lífs. Gott samstarf er við aðrar opinberar stofnanir td HTÍ, SHS og RGR og helstu hagsmunasamtök svo sem Blindrafélagið.
Öllum blindum og sjónskertum einstaklingum stendur til boða mat, kennsla og úthlutun á hjálpartækjum svo sem tölvutengd tæki og forrit, talgervil, aðlagað afþreyingarefni, gleraugu, stækkunargler/tæki og hvíta stafi.
Hér getur þú haft samband við……
Starfar þú með öldruðum?
Sjónstöðin veitir ráðgjöf til aðstandanda og starfsfólks félagsþjónustu og stofnana t.d dvalarheimila og hjúkrunarheimila. Öll ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og í samráði við einstaklinginn. Ráðgjafar frá Sjónstöðinni geta heimsótt heimili og stofnanir sé þess óskað. Lagt er mat á aðgengi og komið með tillögur að úrbótum sem miðar að því að auka sjálfstæði í athöfnum daglegs lífs. Veitt er ráðgjöf um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og gott samstarfi er við HTÍ og SHS, félagsþjónustu og hagsmunasamtök eins og Blindrafélagið.
Öllum blindum og sjónskertum eldri borgurum stendur til boða mat, kennsla og úthlutun á hjálpartækjum svo sem tölvutengdum tækjum og forritum, afþreyingarefni á punktaletri, gleraugum, stækkunarglerjum, hljóðspilara og hvítum stöfum. Haf samband við ráðgjafa…..
Texti og mynd
Félagsráðgjöf og texti.. setja betur upp…