Foreldrar og aðstandendur
Er barnið er sjónskert býður Sjónstöðin upp á margvíslega þjónustu. Ef barnið er ekki þegar í þjónustu þá er hægt að lesa hér hvernig það kemst til okkar. Öll börn á skrá hjá Sjónstöðinni fá úthlutað ráðagjöfum eftir fyrstu komu. Á Sjónstöðinni er lagt mat á sjónnýtingu og hvaða úrræði geta nýst barninu til að þroska sjón og/eða bæta sjónnýtingu í daglegu lífi. Sjónstöðin styðst við hugmyndfræði sem er kölluð Jákvæð Sjónörvun. Lesa hér. Ráðgjafar Sjónstöðvar eru í nánu samstarfi við þær menntastofnanir og þjónustuaðila sem koma að barninu.
Ráðgjafar sinna sérkennsluráðgjöf, sjónmati, úthlutun og kennslu á hjálpartæki. Sjónstöðin sinnir einnig fræðslu um sjónskerðingu barnsins til fjölskyldu og skóla þegar þess er óskað. Viltu meira um þjónustuna?
Texti og mynd