Samþætt sjón- og heyrnarskerðing

Sjónstöðin (Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu) hefur frá 1. janúar 2009 haft umsjón með málefnum fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Sjónstöðin hefur einnig verið í  þéttu samstarfi við Norrænu velferðarskrifstofuna og aðrar stofnanir á Norðurlöndunum (tengill).  

 

Samþætt sjón- og heyrnarskerðing kemur í ljós þegar sjón getur ekki bætt upp skerta heyrn og skert heyrn getur ekki bætt upp skerta sjón. Einstaklingur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu getur átt misauðvelt eða erfitt með að leysa verkefni af hendi eftir aðstæðum. Einstaklingar með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eru undir stöðugu áreiti og mikil orka og einbeiting fer í að reyna að átta sig á hlutunum. Það er augljóst að fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er í aukinni áhættu á að einangrast frekar og mikilvægt að það fái aðgengi að sérsniðinni þjónustu, aðlögunar umhverfis og/eða hjálpartækja. (setja tengil á nýjan bækling þegar er tilbúin) 

 

Starfrænt greiningarteymi fyrir fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu tók til starfa 15. mars 2013. Í því eru fulltrúar frá Sjónstöðinni, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. (tengill á frekari upplýsingar um teymið, umsóknir ofl?) 

Sjónstöð vinnur með einstaklingum sem þurfa aðstoð vegna sjónskerðingar af einhverjum ástæðum