Síðastliðna helgi var rafræn ráðstefna um Positive Looking sem er aðferðafræði tengd sjónmati og þjálfun barna, og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð mun innleiða.
Á ráðstefnunni sátu fagaðilar frá Bretlandi og Bandaríkjunum og fulltrúar Íslands, þær Elfa Hermannsdóttir forstjóri ÞÞM og Estella Björnsson fagstjóri sjónfræði. Estella og Elfa voru með innlegg á ráðstefnunni um innleiðingu aðferðafræðinnar og hvernig þær sjá fyrir sér að nýta hana í starfsemi Miðstöðvarinnar. Positive Looking aðferðafræði gerir fagfólki og leikmönnum kleift að meta og miðla færni í sjónrænum þáttum á einfaldan, markvissan og skemmtilegan hátt, og er innleiðingin fyrirhuguð sem þróunarverkefni til næstu tveggja ára.