Dagana 21. og 22. október (fimmtudag og föstudag) verður alþjóðleg ráðstefna Evrópsku blindrasamtakanna (EBU; European Blind Union) haldin í Belgrad, Serbíu. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Ráðning blindra og sjónskertra í störf – lykill að fullgildri samfélagsþátttöku“ (e. Employment of Blind and Partially Sighted People – A Key to Inclusion). Nánar um ráðstefnuna hér.
Hún verður öllum aðgengileg á netinu í gegnum Zoom, skráningar er ekki þörf og slóðin verður virk meðan ráðstefnan stendur yfir.
—
Tengt efni: Handbókin Út á vinnumarkaðinn, sem upprunalega var unnin af EBU árið 2016 og þýdd yfir á íslensku 2017. Í henni er að finna upplýsingar og hagnýt ráð sem gagnast geta sjónskertu fólki í atvinnuleit.