Blindrafélagið vekur athygli á því að ekki sé lengur hægt að sækja smáforritið með íslensku röddunum Karli og Dóru frá IVONA í Google PlayStore fyrir Android tæki.
Von er á nýrri útgáfu af íslenskum röddum sem bera nöfnin Álfur og Diljá og verður hægt að nota þær í Android tækjum, en enn er ekki vitað hvenær sú útgáfa verður tilbúin fyrir notendur. Þangað til má notast við forritið Símaróm til að fá íslenskar raddir í Android-tækin en þó er sá hængur á að raddirnar eru einungis aðgengilegar þegar tækið er nettengt. Nánar um þetta í frétt Blindrafélagsins.