Dagana 11. – 15. september 2022 verður Daniel Kish á Íslandi í boði Blindrafélagsins.
Daniel er talsmaður þess að blindir einstaklingar skilgreini eigin markmið og upplifi árangur þeim tengdum. Með skipulagðri þjálfun í hlustun, sem hann kallar flass sónar (e. flash sonar) eða endurkast hljóðs, gefst blindum einstaklingum tækifæri til að auka öryggi sitt og sjálfstæði. 

Í tengslum við heimsókn hans verða kynningar og námskeið, bæði í litlum hópum og einstaklingsmiðuð. 

Dagskráin er eftirfarandi:
Sunnudagur 11. september:
Kl. 11:00 – 12:30:  Fyrirlestur „Leiðin til sjálfstæðis“ sem er opinn fyrir alla félagsmenn Blindrafélagsins og aðra áhugasama.
Matur er í boði Blindrafélagsins. 
Skráning á fyrirlestur og hádegimat hjá Blindrafélaginu í síma 525-0000 eða á blind@blind.is
Eftir hádegi eru skipulagðir tímar með leiðsöguhundanotendum.  

Mánudagur og þriðjudagur 12 og 13. september:
Kl. 9:00 – 12:00 Einstaklingstímar fyrir fullorðna sem hafa áhuga á að nýta sér endurkast hljóðs í umferli. 
Skráning hjá Sjónstöð í síma 545-5800 eða á netfangið rannveig.traustadottir@midstod.is
Öðrum tímum verður ráðstafað fyrir fræðslu og ráðgjöf til barna, aðstandenda og starfsfólks skóla.  

Dagskráin er sett fram með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða.  

Frekari upplýsingar veita:
Rannveig Traustadóttir rannveig.traustadottir@midstod.is 
Vala Jóna Garðarsdóttir
vala.gardarsdottir@midstod.is 
Hlynur Þór Agnarsson blind@blind.is  .

Þeim sem vilja kynnar sér frekar aðferðir Daniels bendum við á vefsíðuna https://visioneers.org/