Í dag er alþjóðlegur dagur samþættrar sjón- og heyrnarskerðingar haldin hátíðlegur í minningu frumkvöðulsins Helen Keller.
„Daufblinda kallast það þegar samþætt sjón- og heyrnarskerðing er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað. Þess vegna er samþætt sjón- og heyrnarskerðing sértæk fötlun.“
Þetta er Norræna skilgreiningin á „daufblindu“, sem undirstrikar þá staðreynd að samþætt sjón- og heyrnarskerðing er ekki heyrnarskerðing plús sjónskerðing heldur sértæk fötlun.
Af þessu tilefni viljum við benda á Norræna ráðstefnu um málefni fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem haldin verður 20-22. september i Tampere Finnlandi.