Sjónstöðin vill vekja athygli á því að dagana 9. – 11. júní n.k. verður á Íslandi haldin alþjóðleg ráðstefna RIWC2022 um sjónhimnusjúkdóma, og laugardaginn 11. júní verður opin málstofa á íslensku um arfgenga hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu. Á ráðstefnunni verður fjallað um það nýjasta sem er að gerast í rannsóknum og meðferðartilraunum á arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu.

Sjúkdómarnir sem um ræðir eru meðal annars aldurstengd hrörnun í augnbotnum (A.M.D.), Leber’s congenital amaurosis (L.C.A.), Stargardt disease, Retinitis pigmentosa (R.P.),  Usher syndrome o.fl. en þessir augnsjúkdómar eru orsakavaldar á bilinu um 80% alvarlegrar sjónskerðingar og blindu í okkar heimshluta.

Opin málstofa laugardaginn 11. júní klukkan 14:00.

Í tengslum við ráðstefnuna verður haldin sérstök málstofa á íslensku n.k. laugardag, þar sem greint verður frá því helsta sem er að gerast í rannsóknum á arfgengum hrörnunarsjúkdómum og sjónum beint að samhenginu við stöðuna hér á landi.

Eftirfarandi fyrirlestrar verða á málstofunni:

 • Hvað er efst á baugi í rannsóknum og meðferð arfgengra sjónhimnusjúkdóma, 
  dr. Ragnheiður Bragadóttir, Ulleval háskólasjúkrahúsinu Osló.
 • Greining og skráning arfgengra sjónhimnusjúkdóma á Íslandi. 
  dr. Jón Jóhannes Jónsson, Landspítalnum háskólasjúkrahúsi.
 • Staðan á Íslandi.
  Elva Dögg Jóhannesdóttir, augnlæknir hjá Sjónstöðinni.
 • Hvernig getum við með arfgenga sjónhimnusjúkdóma verið með í rannsóknum.
  Helgi Hjörvar frá Blindrafélaginu.

Málstofan hefst klukkan 14:00 í sal Edition hótelsins við hliðina á Hörpu og er öllum opin. Aðgangur að málstofunni er gjaldfrjáls og óþarft að skrá sig fyrirfram.

Um ráðstefnuna á vef Blindrafélagsins. 
Um viðburðinn á Facebook.