Hér má nálgast textann sem PDF-skjal.

  • Þegar börn leika saman styrkist félagsfærni, sjálfstraust eflist og börn upplifa gleði.
  • Fullorðinn getur leikið við barnið og leiðbeint því um notagildi leikfanga/ hluta.
  • Það tekur blint barn lengri tíma og fleiri endurtekningar að rannsaka og kynnast hlutum og notagildi þeirra.
  • Fullorðinn getur með íhlutun sinni haft áhrif á færni við hermileiki.
  • Blind börn þurfa endurtekin tækifæri til að læra að leika við jafnaldra sína og öðlast reynslu í leik í öruggu umhverfi. Það er forsenda fyrir virkri þátttöku þeirra í leiknum.
  • Það er mun meiri líkur á virkri þátttöku blindra barna í hermileik eða þykjustuleik ef börnin á leiksvæðinu eru fá. Það gefur meiri möguleika á yfirsýn og stjórn á aðstæðum. Sjóntúlkun getur skipt máli í þessum aðstæðum.
  • Barnið er háð áþreifanlegum útskýringum (sameiginleg notkun handa) og að orð fylgi athöfn.
  • Fullorðinn getur verið sjóntúlkur í leikaðstæðum með öðrum börnum án þess að stjórna gangi leiksins/breyta handriti hans.
  • Sjáandi börn þurfa, með stuðningi fullorðinna, að læra að eiga frum­kvæði að samskiptum við blind börn.
  • Forvitni og áhugi sjáandi barna stjórnast af sjónáreitum í umhverfinu sem stuðla af virkni í leik. Ekki er hægt að ætlast til þess að blint barn taki frumkvæði nema það viti/fái upplýsingar um hvað leikurinn snýst.
  • Heyrnræn áreiti koma ekki í stað sjónrænna áreita/upplýsinga og þess vegna getur reynst blindum börnum erfitt að hafa yfirsýn og stjórn á leikaðstæðum.
  • Í hlutverkaleik taka börn mið af reynslu sinni, upplifun og upplýsingum frá umhverfinu. Þess vegna er mikilvægt að blind börn fái tækifæri til að upplifa og kynnast athöfnum til að eiga möguleika á þátttöku í hlut­verka­leik. Auðveldara er fyrir blint barn að taka þátt í hlutverkaleik í fámennum barnahóp þar sem leiksvæðið er vel skipulagt.
  • Leikur er leið barna til náms. Þættir eins og umferli og punktaletur er hægt að flétta inn í leikinn með jafnöldrum.
  • Vegna skorts á sjónáreitum er eðlilegt að blind börn séu óvirkari í leik sem getur framkallað blindisma (innri örvun). Birtingarmyndin getur verið endurteknar hreyfingar eða endurtekningar með hluti. Besta ráðið við blindisma er yfirleitt að bjóða barninu upp á virkni og aukin samskipti.

 

Tekið saman af Rannveigu Traustadóttur,
janúar 2022