Í snjalltækjunum er bakgrunnurinn/veggfóðrið oft einhver mynd eða mynstur. Sumum hentar betur að vera með einlitan bakgrunn sem getur aukið andstæður í litum á táknunum fyrir smáforritin.

Hér er PDF-skjal með símaskjáskotum til útskýringar.

Aðferð:

  1. Farðu inn í Stillingar á símanum og leitaðu þar að Veggfóður og stíll.
  2. Þar er farið neðst á síðuna í Skoða fleiri veggfóður
  3. Þar þarf svo að leita eftir þeim lit sem maður vill, t.d. black solid eða white solid, og hlaða því niður. Kemur oftast sem fyrsti valmöguleiki. Smelltu á myndina og í næsta glugga smellirðu á sækja.
  4. Síðan er hægt að velja hvort nota eigi bakgrunninn fyrir Lásskjá (myndin sem kemur upp þegar kveikt er á skjánum), Heimaskjá (myndin með forritunum) eða bæði fyrir Lásskjá og Heimaskjá.