Hægt er að læsa útliti heimaskjás til að koma í veg fyrir að atriði á heimaskjánum séu fjarlægð eða þau færð.

Hér er PDF-skjal með símaskjáskotum til útskýringar.

Aðferð:

  1. Farðu inn í Stillingar á símanum og leitaðu þar að Heimaskjár (mjög líklega mynd af húsi við valmyndina)
  2. Undir Heimaskjár velurðu Læsa útliti heimaskjás.

Sumum reynist erfitt að opna tilkynningaskjáinn með því að strjúka niður efst frá skjánum. Það er hægt að breyta stillingum þannig að hægt sé að strjúka niður hvar sem er á skjánum til þess að opna tilkynningaskjáinn.