Hægt er að velja hvaða aðferð er notuð til þess að komast frá Lásskjá yfir í heimaskjá t.d. með því að strjúka, gera mynstur, hafa PIN-númer, fingrafar o.fl.

Hér er PDF-skjal með símaskjáskotum til útskýringar.

Aðferð:

  1. Farðu inn í Stillingar á símanum og leitaðu þar að Lásskjár – gerð skjáláss, Always on display (mjög líklega mynd af hengilás við valmyndina)
  2. Undir Lásskjár velurðu Gerð skjáláss.
  3. Þar undir birtast möguleikar eins og Strjúka (ekkert öryggi), Mynstur (miðlungsöryggi), PIN-númer (miðlungsöryggi), Lykilorð (mikið öryggi), og Ekkert.