Sjónstöðin býður upp á námskeiðið „Aðlögun að lífi með sjónskerðingu“. Á námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að koma saman, kynnast öðru fólki sem er í svipuðum sporum, hlusta á aðra, og miðla eigin reynslu til annarra  sem eru að aðlagast sjónskerðingu. Kynning fer fram á þeirri þjónustu sem er í boði fyrir blint og sjónskert fólk hér á landi.

Fyrsta námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 6. okt og föstudaginn 7. okt n.k. í húsnæði Sjónstöðvarinnar í Hamrahlíð 17 (5.hæð).

Fullbókað er á þetta námskeið en fyrirhugað er að halda fleiri og við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Sjónstöðina í síma 545-5800 eða senda Steinunni Sævarsdóttur eða Maríu Hildiþórsdóttur tölvupóst á netföngin maria.hildithorsdottir@midstod.is eða steinunn.sævarsdottir@midstod.is .